Jóladagatal 2022

1.desember

Þá er loksins komið að því! Opnum fyrsta kassan á jóladagatali Losta!

Í fyrsta kassanum er einstaklega fallegur og silkimjúkur, endurhlaðanlegur titrari. Lögun hans býður upp á að örva fjölmarga staði. Titrarann getur þú notað til að setja inn í leggöng eða þrýst honum upp að sníp. einnig er hægt að nota hann til að örva typpi með því að renna honum upp og niður skaftið. 

Njótið.

2.desember

Kassi númer tvö færir okkur skemmtilegan spilastokk sem er fullkominn í kynþokkafullt spilakvöld með maka eða leikfélaga.

Spilin skiptast í tvo flokka, Naughty og Nice. Eins og nafnið gefur til kynna þá eru Nice spilin svolítið mildari en Naughty spilin, þið getið valið hvorn flokkinn þið viljið hverju sinni eða blandað spilunum saman svo það sé óvænt hvor flokkurinn verður fyrir valinu.

Ætlar þú að vera Naughty eða Nice?

3.desember

Í þriðja kassanum fáum við þykkt vatnsleysanlegt sleipiefni sem inniheldur prebiotic og pro-vitamin B5 sem viðheldur náttúrulegu PH-gildi líkamans. Það er algerlega laust við öll paraben efni og er 100% vegan.

Sleipiefni er oft vanmetið en mörgum finnst það ómissandi partur af kynlífinu.
Allt verður aðeins mýkra, þægilegra, sleipara og betra!

Prófaðu að setja smá (eða mikið) á uppáhalds tækið þitt og upplifðu nýjan unað.

P.S. vatnsleysanlegt sleipiefni má nota með öllum tækjum.

Njóttu!

4.desember

Í fjórða pakkanum er grindarbotnskúla sem er 72gr að þyngd.
Hentar fyrir byrjendur og lengra komna.

Grindarbotnskúlur eru frábær leið til að styrkja grindarbotninn. Sterkur grindarbotn getur komið í veg fyrir kvilla eins og þagleka o.þ.h. en grindarbotninn spilar einnig stórt hlutverk í kynlífi og með sterkan grindarbotn getur fullnæging einnig orðið sterkari.

Prófaðu að nota grindarbotnskúluna þegar þú ert í sturtu, að taka til heima hjá þér, úti að labba eða í ræktinni. Aðalatriði er að vera á fótum og þá er kúlan að gera sitt gagn.

Við mælum með að setja vatnsleysanlegt sleipiefni á kúluna til að auðvelda innsetningu.

5.desember

Í fimmta kassanum leynist lítið bullet sem gengur fyrir batteríum.

Bullet eru almennt lítil en kraftmikil tæki. Stærðin gerir þau að fullkomnum ferðafélaga þar sem þau passa vel í veski, ferðatösku eða hreinlega hanskahólfið á bílnum. Frábær tæki fyrir góða örvun á sníp.

Prófaðu að nota bulletið til þess að örva geirvörturnar á þér eða makanum þínum.

P.S. það má nota vatnsleysanlegt eða sílikon sleipiefni með þessu bulleti.

6.desember

Í sjötta kassanum er þrefaldur sílikon typpahringur.

Typpahringir fara, eins og nafnið gefur til kynna, utan um typpi og þrengir aðeins að sem gerir það að verkum að typpið verður stinnara og þrútnara. Spennan sem að myndast út frá þrýstingnum veldur því að fullnægingin verður oft kraftmeiri.

Prófaðu að setja stærsta hringinn utan um bæði typpi og pung, miðju hringinn utan um punginn og minnsta hringinn utan um typpið. 

Við mælum eindregið með að nota vatnsleysanlegt sleipiefni með þessari vöru.

Njóttu!

7.desember

Í kassa númer 7 fáum við hreinsisprey sem er alger snilld fyrir öll sem eiga kynlífstæki.

Við viljum að kynlífstækin okkar séu hrein og fín þegar við notum þau þannig við mælum með því að þrífa þau helst fyrir og eftir hverja notkun. Spreyjaðu hreinsispreyinu á tækið og leyfðu því að liggja smá og leyfðu þessu að þorna.

Hreinsispreyið er bæði sótthreinsandi og bakteríudrepandi!

Þrífur þú tækin þín eftir hverja notkun?

8.desember

Pakki númer 8 er ekki í síðri kantinum en hann inniheldur fallega blúndugrímu sem er fullkomin í alls konar fantasíu- og hlutverkaleiki. 
Hvaða karakter  eða hvaða fantasíu viltu láta verða að veruleika í kvöld?

9.desember

Í níunda kassanum leynist örvandi gel sem er alveg laust við öll paraben efni og er 100% vegan.

Örvandi gel er einföld en afar skemmtileg leið til að krydda upp á kynlífið.
Gelið er borið á næmustu svæði líkamans, t.d. snípinn, typpið eða geirvörtur, og eftir örskamma stund finnur þú unaðslegu áhrifin.

Örvandi gel dregur blóðflæðið á þann stað sem þú berð á sem gerir þig mun næmari fyrir allri snertingu og örvun sem auðveldar þér að fá góða og kraftmikla fullnægingu.
Prófaðu að bera gelið á næmustu staðina ykkar og gælið við hvort annað með höndunum, tungunni eða einhverju vel völdu tæki. 
Njótið!

10.desember

Tíunda desember gefur dagatalið stál plug með svörtum gimstein.

Endaþarmsleikir eru eitthvað sem mörg eru forvitin um og nú er auðvelt að svala þeirri forvitni. Stærðin á buttplugginum er fullkomin fyrir byrjendur þó lengra komnir geti notið líka en gimsteininn gerir hann alveg einstaklega fallegan.

Buttplugginn er úr stáli sem þýðir að það má nota hvernig sleipiefni sem er með honum, við mælum með sílikon sleipiefni þar sem það endist vel og lengi.

Prófaðu þig áfram með nýja buttplugginn þinn og nóg af sleipiefni.

11.desember

Ellefti pakkinn er skemmtilegt og fjölbreytt endurhlaðanlegt tæki.

Lögunin á tækinu er svolítið öðruvísi en mörg hafa séð áður en lögunin býður upp á alveg ótal notkunar möguleika sem hentar öllum óháð kynfærum.

Skaftið er til dæmis hægt að nota til að örva inn í leggöng, á sníp og inn í endaþarm. Með hinum endanum er hægt að örva pung, typpi, geirvörtur og sníp. 

Prófaðu þig áfram með tækið, leyfðu ímyndunaraflinu að fara á flug og finndu nýjar leiðir til að örva bæði þig og makann þinn.

12.desember

Í pakka númer 12 fáum við lítinn kítludúsk.

Kítludúskar eru alveg ótrúlega sniðugir í alls kyns gælur og skynjunarleiki og eru mjög vinsælir hjá þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í BDSM.

Prófaðu að binda fyrir augun á makanum og njóttu þess að koma á óvart og strjúka líkamanum laust á mismunandi stöðum. Sjónleysið eflir önnur skilningarvit svo sem snertingu og getur þetta verið mjög áhrifarík upplifun fyrir ykkur.

Hvar vilt þú láta strjúka þér?

13.desember

Þrettándi desember kemur færandi hendi með silkimjúka satín slæðu.

Satín slæðan bíður upp á marga möguleika en það er hægt að nota hana til að binda fyrir augun, binda saman hendur eða fætur eða binda við eitthvað, svo sem rúmgafl.

Prófaðu að binda makann þinn við rúmgaflinn, stól eða bara það sem þér dettur í hug og njóttu þess að vera við stjórn.

14.desember

Í pakka númer 14 eru tveir Soft túrtappar.

Kosturinn við Soft túrtappana er að þeir eru mjúkir og fyrirferðaminni en hefðbundnir túrtappar sem þýðir að það er hægt er hægt að stunda samfarir á meðan þeir eru í notkun. Einnig eru þeir sniðugir í athafnir, t.d. vax, sund o.s.fr, þar sem strengurinn á túrtappa gæti þvælst fyrir þar sem Soft túrtapparnir hafa ekki svoleiðis streng.

15.desember

Fimmtándi pakkinn hefur að geyma nippluklemmur með fallegum svörtum stein á endanum.

Það er hjá mörgum þunn lína milli sársauka og unaðs og með það í huga sækist fólk oft í flengingar, kyrkingar eða aðrar aðferðir til að blanda smá sársauka í unaðinn. Nippluklemmur eru fullkomnar til þess að prófa sig áfram með þá pælingu. Þú setur klemmurnar utan um geirvörtuna og stjórnar síðan þrýstingnum með hringnum sem er hægt að færa upp eða niður.

Prófaðu þig áfram með hversu mikinn þrýsting þú vilt og sjáðu hvort það veiti þér aukinn unað í leiðinni.

16.desember

Í sextánda pakkanum er munnvatnsörvandi sprey sem hefur milt sítrónubragð.

Munnvatn er nauðsynlegur hluti af munnmökum, því meira því betra! Munnvatnsörvandi spreyið inniheldur eplasýru (e. Malic Acid) sem er náttúruleg sýra sem eykur munnvatnsframleiðslu þegar hún kemst í snertingu við tunguna.

Prófaðu að spreyja þrisvar sinnum á tunguna og þá getur fjörið byrjað!
Ef þú vilt meiri áhrif getur þú spreyjað aftur.

17.desember

Í pakka númer 17 eru stál grindarbotnskúlur.

Þessar kúlur eru svolítið öðruvísi en grindarbotnskúlan sem var fyrr í mánuðnum en virka svipað. Kúlurnar eru settar upp í leggöngin, annað hvort önnur eða báðar og markmiðið er að halda þeim uppi og þjálfa grindarbotninn. 

Skemmtileg staðreynd en grindarbotnskúlur voru fyrst fundnar upp í Japan og voru úr málmi. Konur notuðu þær til þess að örva innanverð leggöngin svipað eins og mynstur á dildóum gerir. Með tímanum var farið að nota þær til að styrkja líka en mörg finna líka mikinn unað við að ganga með svona kúlur.

18.desember

Átjándi desember færir þér anal kúlur úr sílikoni sem henta fullkomlega fyrir byrjendur og þau sem eru að prófa sig áfram með anal leiki.

Kúlurnar gera það að verkum að þegar þær eru settar inn í rassinn og dregnar út veita þær unaðslega örvun og er þetta klárlega skemmtileg leið til þess að kynnast hinum fjölmörgu taugaendum endaþarmsins.

P.S. Notist með vatnsleysanlegu sleipiefni.

19.desember

Í pakkanum 19.desember kemur unaðsleg nuddolía sem hitnar við snertingu.

Nuddolían er vegan, ekki prófuð á dýrum og ilmar af ferskum appelsínum.

Nudd er frábær leið til að búa til rómantíska stund með makanum sínum. Njótið nándarinnar sem fylgir því að nudda streituna úr líkama makans og góðar líkur eru á því að þið fáið greiðann endurgoldinn.

Ath, nuddolían er ekki gerð fyrir kynfæri og forðist snertingu við smokka.

20.desember

Í pakka númer 20 leynist svolítið skemmtilegt. Bindingarteip sem límist ekki við neitt nema sjálft sig og er hægt að nota aftur og aftur.

Léttar bindingar eru ótrúlega skemmtileg leið til að dýfa tánni ofan í heim BDSM. Bindingateip er hægt að nota til að binda saman hendur, fætur eða til þess að binda við hluti eins og rúmgafl. Bindingarteip er örugg leið til að teipa félagann þinn sem skaðar ekki húð eða hluti þar sem það límist bara við sjálft sig.

21.desember

Pakkinn 21.desember inniheldur súkkulaði líkamsmálningu sem má sleikja af líkama leikfélagans.

Líkamsmálningin er fullkomin leið til að sameina leik og kynlíf. Láttu sköpunargáfuna ráða á meðan þú málar líkama maka þíns. Njóttu þess síðan að sleikja og kyssa málninguna af líkama makans á meðan súkkulaði ilmurinn fyllir vitin.

22.desember

Í dag er 22.desember og kassinn inniheldur fingrahulsur úr sílikoni.

Fingrahulsurnar eru mynstraðar, mynstrið veitir mikla örvun og tekur alla handavinnu á hærra stig. Hulsurnar verða síðan ennþá skemmtilegri ef þær eru notaðar með vatnsleysanlegu sleipiefni. Fullkominn fylgihlutur til að bæta smá kryddi í kynlífið.

23.desember

Nú fara jólin heldur betur að nálgast og 23. kassinn inniheldur kynlífsteninga.

Í pakkanum koma tveir teningar, annar þeirra nefnir staði og hinn sýnir stellingar. Reglurnar eru einfaldar, kastið teningunum og komist að því hvar gamanið verður í kvöld. Það má kasta eins oft og þið viljið til að prófa fleiri staði og stellingar.

Tilvalið að skapa nýja hefð og gera Þorláksmessukvöld að sexy spilakvöldi.

24.desember

Gleðilegan aðfangadag elsku lostafulla fólk!

Rúsínan í pylsuendanum í ár er kraftmikið endurhlaðanlegt egg frá vinsæla kynlífstækja framleiðandanum Svakom.

Þetta egg er lítið en mjög kraftmikið og hægt er að stjórna kraftinum bæði á egginu sjálfu en líka með appi. Appið er ótrúlega skemmtilegt fyrir þau sem eru í fjarsambandi eða öll sem hafa gaman hafa gaman af tækninni en til dæmis er hægt að tengja eggið þannig það titri í takt við tónlist.

Við óskum ykkur unaðslegra jóla og lostafulls nýs árs

Takk fyrir allt á liðnu ári