Um okkur

Losti er raungering á draumi tveggja ungra kvenna til að venjugera, fræða og upplýsa um hina ýmsu anga kynhegðunar manneskjunnar. Á sama tíma viljum við þjóna sem allra fjölbreyttustum hópum fólks með úrvali af vörum sem henta þeirra þörfum, með sérstöku tilliti til þeirra hópa sem oft gleymast m.a. vegna kynvitundar, kynhneigðar, fatlana, aldurs eða blæta.

Draumurinn okkar er að reka ekki aðeins verslun heldur einnig að halda úti veftímariti þar sem við sameinum bæði áreiðanlegar upplýsingar, byggðar á rannsóknum, sem og vettvang þar sem allir mismunandi reynsluheimar, sérstaklega þeirra sem oft gleymast eða ekki er hlustað á, fá að heyrast jafn hátt og skýrt, án fordóma. Við ætlum okkur jafnframt að standa fyrir viðburðum, herferðum, gjörningum og allskonar öðru pönki.

Með þessu framtaki lítum við á okkur sem part af hreyfingu sem upphefur allar manneskjur sem kynverur og fagnar og styður fjölbreytileika þeirra. Til þess að þessi hreyfing og draumur uppfylli markmið sín þarf marga til. Því vonum við innilega ef þú deilir þessari hugsjón okkar að þú sláir til og takir þátt með virkum hætti hvar og hvernig sem þú getur. Og ekki hika við að hafa samband með hverskyns spurningar, ábendingar, gagnrýni, óskir eða hugmyndir því við tökum þeim ákaflega fagnandi!

Eva Brá Önnudóttir
Saga Iluvia Sigurðardóttir