1. desember

1 - Fyrsti í Fróun

Gleðilegan 1. desember! Það er komið að fyrsta verkefninu. Hvað segiru um að læra á kynfæri þín á nýjan hátt?

Það sem þarf:
Kynlífstæki (ef vill)
Spegill

Já, verkefni dagsins er að fróa sér fyrir framan spegil. Þú ætlar að taka vel eftir hvað gerist þegar þú kitlar þennan stað og hvernig kynfærin þín raunverulega líta út. Hefurðu einhverntímann virkilega horft á þau? Með speglinum sérðu staði sem annars væri ekki mögulegt að koma auga á. Kynfærin eru hluti af þér og þó þau séu falin á milli lappanna er sjálfsagt að vita hvernig þau líta út eins og aðrir hlutar líkamans. Lærðu á þau og sjáðu nákvæmlega hvaða staði er gott að snerta. Þegar þú kannt á þig er síðan auðveldara leiðbeina öðrum til að hitta á réttu staðina. 

Njóttu vel!

 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur