19. desember

19 - Pretzel Dýfan

Verkefni dagsins er að prófa hina margumrómuðu Pretzel dýfu! 

Það sem þarf:
Lostafullir líkamar
Sleipiefni (ef vill) 
Snakk og dýfa (ef vill) 


Til að komast í þessa stellingu leggst annar aðilinn niður og snýr sér á hliðina. Manneskjan sem er fyrir ofan kemur sér fyrir milli fótanna þannig að rassinn á þeim sem er fyrir neðan snúi upp að maganum hennar og kynfæri beggja aðila séu upp við hvor önnur. Aðilinn sem er fyrir neðan vefur fótinum sem er fyrir ofan (vinstri fótur ef legið er á hægri hlið og öfugt) utan um líkama bólfélaga síns. 


Þessi stelling veitir sömu dýpt við innsetningu (e. penetration) og ef þið væruð í doggy en gerir ykkur kleift að halda augnsambandi. Báðar manneskjur eru með frjálsar hendur og við vitum öll hvað það þýðir: möguleiki á meiri örvun á öllum líkamspörtum! 

 

 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur