21. desember

21 - Símakynlíf

Í gær hituðum við upp með skilaboðum, nú ætlum við að fara einu skrefi lengra með símtali. Verkefni dagsins er að stunda símakynlíf! 

Það sem þarf 
Símar
Tvo viljuga og graða einstaklinga

Byrjum á því sem er augljóst og allir eru að hugsa: Já, símakynlíf getur verið mjög vandræðalegt en það þarf alls ekki að vera það og það er líka allt í lagi þó það sé smá vandræðalegt til að byrja með, ekki vera hrædd við að hlæja og hafa húmor fyrir ykkur sjálfum. Til þess að búa til rétta stemningu, minnka vandræðaleikann og hækka hitastigið í athöfninni er gott að byrja á að búa til rétta stemningu á þínum enda. Klæddu þig í eitthvað sem þér lætur þér líða eins og kynþokkabombunni sem þú ert, farðu inn í leikinn með sjálfstraustið í botni. Kveiktu á kertaljósi, lágri tónlist eða hverju sem þú þarft til að koma þér í rétta gírinn. Það er síðan góð byrjun á samtalinu að lýsa fyrir þeim sem þú ert að tala við í hvernig stellingu þú ert, hvernig fötum og hvar þú ert að snerta þig. Það getur líka verið mjög heitt og fært frekari spennu í leikinn að láta þann sem þú ert að tala við stjórna því hvar og hvenær þú mátt snerta þig. Þið getið haldið ykkur í núinu, nákvæmlega því sem er að gerast í þessu símtali og á sitthvorum endanum eða lýst fyrir hvoru öðru hvernig fyrri skipti ykkar létu ykkur líða, hvað þið elskið við kynlífið sem þið stundið og hvernig þið hafið hugsað um það síðan. Verið líka óhrædd við að nota símakynlífið til að deila fantasíum, segja hvað þið viljið að hin manneskjan geri við ykkur eða hvað ykkur langar mikið að gera við hinn aðilann. Ef þið viljið er svo alltaf hægt að nota kynlífstæki og jafnvel svindla smá, nýta tæknina og breyta símtalinu í myndsímtal! Fylgið ykkar eigin löngun og stemningu. 

Við mælum svo með því að þið gefið ykkur tíma eftir að þið hafið bæði notið ykkar í símakynlífinu fyrir klassískt koddahjal, það mun gera upplifunina nánari. 

Vonum að þetta verði lostafyllsta símtal ykkar til þessa, þið eigið það skilið! 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur