23. desember

23 - Léttar Bindingar

Spennið beltin því þetta verður harkalegt ferðalag, bókstaflega. 

Bindingar er eitthvað mjög einfalt sem getur þó gert mikið. Mjög margir dreyma um að láta binda sig niður og fela þannig félaga sínum algjöra stjórn. 

Það sem þarf:
2 eða fleiri graðir einstaklingar
Reipi eða bindibúnaður (t.d þetta bindisett)
 

Þreifið ykkur áfram hversu langt þið viljið taka bindileikinn. Sumir vilja enungis binda hendur á meðan aðra dreymir um að binda allan líkamann niður fastan. Eins og í öllu kynlífi skipta samskiptin hér lykilmáli. Talið við hvort annað hvað heillar ykkur og hafið skýrt samþykki á milli beggja aðila. 

Bindisett geta verið fullkomin undir dýnuna og handjárn eða reipi geta verið hentug til að binda hendur við rúmstokkinn. Þó er ekkert sem segir að þið verðið að takmarka ykkur við rúmið, hér eins og svo oft er gaman að láta ímyndunaraflið ráða för. Að vera bundinn takmarkar þreifigetu annars aðilans og því full athygli á hinum skynfærunum. Njóttu þess að fela hinum aðilanum fulla stjórn og treystu honum að hitta á réttu staðina. Nú er það þitt að njóta. 

 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur