22. desember

22 - Snemmbúin Jólagjöf

Það er 1 mínúta í jól og allir búast við að fá eitthvað fallegt eða skemmtilegt að gjöf. En þess vegna er tilvalið að byrja á svolitlum forleik og gefa gjöf þegar maður á engan veginn von á því!

Verkefni dagsins er að  koma elsku þinni á óvart með nýju leikfangi sem mun losa aðeins um jólastressið og búa ykkur undir vel verðskuldað jólafrí. Það búast nefnilega allir við pakkanum undir trénu á morgun en með því að gefa hluta af gjöfinni óvænt núna magnast upp spennan. 

Við vekjum athygli á því að í kvöld verða keyrðar út jólapantanir. En til kl. 18 í dag er hægt að velja sendingarmöguleikann 22. desember. Við munum svo keyra út pakkana beint upp að dyrum þér að kostnaðarlausu í kvöld, mili kl. 19-21. 

Því er tilvalið að nýta tækifærið og kaupa Þorláksgjöfina, jólagjöfina eða pakkann frá Kertasníki sem kemur til byggða í nótt! 

Við óskum ykkur góðra stunda með snemmbúnu jólagjöfinni. 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur