24. desember

24 - Stanslaus Ástarneisti

Verkefni dagsins er ekki hefðbundið enda mikill hátíðisdagur og margt sem þarf að gera og huga að. 

Í dag, frá því að þið vaknið, borðið óhefðbundinn morgunmat, kíkið í jólagöngutúrinn, horfið á jólamyndina, farið í jólabaðið, klæðið ykkur í jólafötin og farið í jólaboðið, þá ætlið þið að halda á lofti ástarkyndli. 

Stöðugt í dag ætlið þið að vera meðvituð um ástina sem þið berið til félaga ykkar og ykkar sjálfra. Haldið um hendina, kúrið í sófanum, blikkið, snertið og daðrið. Í allan dag á að ríkja mikil ást. Nýtið daginn í að sýna hve þakklát þið eruð fyrir félaga ykkar, hve þakklát þið eruð fyrir lífið og heilsuna, börnin og heimilið. Þakkið ykkur sjálfum fyrir styrkinn sem þið hafið. Klappið ykkur á öxlina og sýnið ykkur sjálfsást. Við erum svo undursamleg og öll þau verkefni sem við höfum gert á árinu eigum við skilið mikið lof og ást fyrir. Verum því góð við hvert annað, njótum og elskumst. 

Gleðileg jól. 

 

Mynd eftir Þórunni Hvönn Birgisdóttur