Anal Unaður 101

Rassa leikir geta verið skemmtilegur og unaðslegur partur af kynlífinu. Það er þó ekki fyrir öll en fyrir þau sem hafa áhuga á að prófa sig áfram og kanna þetta næma svæði nánar eru hér góð ráð fyrir ykkur.

5 lykilatriði þegar kemur að anal & rassaleikjum:

1) Slökun & Hreinlæti

2) Komdu þér í gírinn!

3) Sleipiefni!! Og nóg af því!

4) Byrjaðu smátt og hægt og rólega..Hvað sem er sem kveikir í þér!

5) Notaðu aðeins örugg leikföng.

Það skiptir öllu máli að ná að slaka vel á. Farðu í heitt bað eða sturtu og náðu allri spennu úr þér.  Nýttu baðið eða sturtuna í að þrifa þig vel. Það er mikilvægt að passa upp á hreinlætið almennt í kynlífi en sérstaklega þegar kemur að endaþarms leikjum! It´s All Good er mild froða sem má nota á allan líkamann og er 100% örugg til notkunar á kynfæri án þess að raska ph gildið.
Næst er komið að sjóðeheitum og góðum forleik! Setja allt í botn! Snertu þig, kysstu maka eða leikfélaga djúpt og innilega, hlustaðu eða horfðu á erótík. Vertu orðin VEL gröð/graður/gratt áður en anal örvunin hefst.Sleipiefni er alger nauðsyn í rassaleiki og þar sem endaþarmurinn framleiðir enga náttúrulega smurningu verður maður að gera ráð fyrir NÓG af sleipiefni. Byrja smátt, Byrja hægt! Byrjaðu hægt og rólega á að nudda svæðið í kringum endaþarminn. Þar er fullt af taugaendum! Byrjaðu á að setja 1 fingur inn í rassinn og athugaðu hvernig þú fílar það, svo er hægt að prófa að bæta við öðrum fingri eða buttplug og unnið sig upp í stærð og þykkt í rólegheitum.
Notið aðeins öruggt dót sem má nota til innsetninga í endaþarm! Passaðu að dótið sé með breiðum botni og geti ekki sogast allt inn í endaþarminn.

Tips!

Prófaðu þig áfram með mismunanandi stellingar! Til dæmis á hlið, á fjórum fótum, trúboðinn 2.0

Hvort sem það er fingur, buttplug, dildó eða typpi - ekki fara úr endaþarmi yfir í leggöng. Það er áskrift að sýkingu.

Hafðu sleipiefni við hendina! Sílikon sleipiefni, eins og uberlube hentar einstaklega vel fyrir anal leiki þar sem það þornar ekki upp. En ef þú ert með sílikon buttplug eða dildó skaltu nota vatns sleipiefni.

Smokkurinn! Það er mjög sniðugt og snyrtilegt að hafa smokk yfir fingrum/buttplug/annað sem á að nota í rassinn.

Prófaðu að hita fingur eða buttplugginn með volgu vatni. Það hjálpar vöðvunum að slaka á.

Ekki gleyma að örva aðra staði þó fókusinn sé á anal.

Njóttu!

Anal örvun hentar ekki öllum. Prófaðu þig áfram hægt og rólega ef þú hefur áhuga á að kanna þetta svæði. En gerðu það einungis fyrir ÞIG. Ekki öll fá fullnægingu í anal kynlífi. Fókusinn á að vera á unaðinum. Ekki fullnægingunni!