KynlífsmarkþjálfunSaga Lluvia Sigurðardóttir, stofnandi og eigandi Losta býður upp á Kynlífsmarkþjálfun.
Saga er útskrifaður og vottaður Sexology Coach eða Kynlífsmarkþjálfi með áherslu á kynlíf, sambönd og nánd.
Ástríða Sögu er að vinna með konum og skapa örugg rými þar sem konur valdeflast, vaxa, dafna og blómstra.
Saga býr yfir mikilli reynslu þar sem hún hefur lifað og hrærst í heimi kynlífstækja og unaðs síðastliðnu 8 ár. Fræðsla á unaði hefur alltaf verið stór partur af starfsemi Losta, sem stofnaður var 2019, og tekur sú starfsemi á sig nýja og stærri mynd með því að bjóða upp á persónulega og faglega þjálfun á þessu sviði.


Hvað býður kynlífsmarkþjálfun upp á?

Kynlífs markþjálfar eru fagaðilar sem eru til staðar með því að hlusta, þjálfa,  leiðbeina, hvetja þig áfram og vinna með þér ýmis verkefni og gefa þér þau verkfæri og tól sem nýtast þér vel í að krydda kynlífið, sambandið auk þess að dýpka og auðga tengsl og náin sambönd. 

Markmið fólks eru eins fjölbreytt og við erum mörg enda misjafnt hvað fólk vil leggja áherslu á hverju sinni eða hverskyns áskoranir fólk stendur frammi fyrir.
Með aðstoð kynlífsmarkþjálfa getur þú bætt kynlífið, sambönd, aukið nánd, valdeflt þig sem kynveru, byggt upp betri sjálfsmynd, bætt samskipti og margt fleira. 

Hvernig panta ég tíma?
Þegar kemur að þjálfun eða nánu samstarfi, þarf það að byggjast á trausti gott traust sem er grunnurinn að öllum farsælum samböndum. Ferlið hefst á símtali þar sem við könnum hverju þú ert að sækjast eftir og hvort við viljum vinna saman. 
Ef svo er setjum við upp plan í því símtali og ákveðum tímasetningu fyrir fyrsta tímann. Þú getur pantað tíma í símaviðtal í gegn um saga@losti.is

Hvar fer tíminn fram?
Fyrir þau sem kjósa að mæta í eigin persónu mæta þau í verslun Losta í Borgartúni 3.
Einnig er í boði að hafa tímana rafrænt í gegnum zoom eða google.
Hver tími er 50 mín.

Hvað kostar tíminn?
Tíminn kostar 18.ooo kr.
5 tímar 80.ooo kr.

Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?
Hægt er að greiða með reiðufé, greiðslukortum, millifærslum, Netgíró og Pei.