Skilmálar

SKILMÁLAR VEFVERSLUNAR

Almennt
Skilmálar þessir gilda um sölu Losta á vörum og þjónustu til neytenda, sbr. 1. gr. laga nr. 16/2016, um neytendasamninga. Samkvæmt 1. tölul. 2. gr. laganna er neytandi einstaklingur sem er kaupandi í viðskiptum sem lögin taka til í tilgangi sem er óviðkomandi starfi hans.

Allar upplýsingar á vef Losta, þ.m.t. birgðastaða og verð eru birt með fyrirvara um villur. Losti áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta verði eða afhendingartíma sem og hætta sölu á vöru fyrirvaralaust. 

Afhending vöru
Hægt er að sækja allar netpantanir í verslun Losta,
staðsett í Borgartúni 3, 105 Reykjavík á almennum opnunartíma:
11 - 18 virka daga og 14 - 18 á laugardögum.
Vörum Losta er dreift af Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp ehf. um afhendingu vöru. Losti ber samkvæmt þeim enga ábyrgð á hverskonar tjóni sem kann að verða á vöru við flutninga. Tjón sem verður á vöru eftir að hún er móttekin af kaupanda er alfarið á ábygð kaupanda nema um galla sé að ræða. 

Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla er veitt að fullu hafi varan verið keypt í gegn um netverslun eða fjarsölu að einhverju leyti,
Annars fær kaupandinn sambærilega vöru eða inneign hjá Losta óski kaupandi eftir því innan 14 daga. Losti áskilur sér rétt til að hafna skilum/skiptum á keyptum vörum sé innsigli rofið á þeim vörum sem ekki er unnt að endurselja með rofnu innsigli vegna hreinlætisástæðna. Ef svo er fellur 14 daga skilafresturinn úr gildi, með tilliti til efnisliðar 18.gr sem segir til um að réttur neytenda til að falla frá samningi taki ekki til: "afhendingar á innsiglaðri vöru sem ekki er hægt að skila vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu"
Ath. að þó vara sé ekki með eiginlegu innsigli, heldur í öðrum rjúfanlegum pakkningum t.d. plöstuð, þá áskilur Losti sér rétt til þess að meta ástand umbúða skilavöru með tilliti til hvers þess sem veldur því að umbúðir eru ekki í upprunalegu ástandi, og meta upphæð endurgreiðslu/skipti með tilliti til ástands. Þar gæti upphæð endurgreiðslu/virði skipta orðið lægri en sem gildir upprunalegu kaupverði vörunnar sbr. ákvæði 4. mgr. 22 gr. sem hér segir "Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar."

Útsala og önnur tilboð:
Losti áskilur sér rétt til að hafna móttöku á tilboðs- eða útsöluvöru sem keypt er í verslun Losta, Borgartúni 3. Hins vegar má skila/skipta tilboðs- eða útsöluvöru sem keypt er í netverslun Losta og send er til viðskiptavinar, innan 14 daga frá því að vara kemst í hendur viðskiptavinar sbr. lagaákvæði 16/2016.

Gölluð vara
Ef um framleiðslugalla er að ræða, er viðskiptavinum boðið nýtt eintak af sömu vöru ef ekki eru liðin meira en tvö ár frá kaupum vörunnar. Staðfesting á vörukaupum með dagsetningu verður að skila áður en nýtt eintak er afhent.  

Ábyrgð
Ábyrgð Losta hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru sem eðlilegt þykir sem og rakaskemmdir eða höggskemmdir.
Ef vitlaust sleipiefni er notað sem veldur skemmdum á kynlífstækjum dettur varan úr ábyrgð.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:

Í verslun Losta er hægt að greiða með reiðuféi, kredit og debetkortum, pei og netgíró.
Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

Netgíró: Kaupandi samþykkir að nota þjónustu Netgíró. Einnig er hægt að nýta sér raðgreiðslur með Netgíró. Frekari upplýsingar um virkni þjónustunnar má finna á netgiro.is.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem viðskiptavinur velur.

Sendingarkostnaður vegna skila eða skipta er ábyrgð kaupandans. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum
Losti afhendir þriðja aðila aldrei persónuupplýsingar af neinu tagi um viðskiptavini sína. 

Varnarþing
Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað. 
 Ef upp kemur ágreiningur geta neytendur leitað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa (www.kvth.is

 

Vöruafhending

Við sendum vörur um allt land frítt ef verslað er fyrir meira en 14.000kr.
Gjald fyrir mismunandi sendingamöguleika, nái pöntun ekki 14.000kr lágmarki fyrir fría sendingu, fer eftir gjaldskrá Dropp, sjá hér að neðan.

Þú getur valið um heimsendingu (Höfuðborgarsvæði, Akranes, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær, Þorlákshöfn), að fá pakka sendan á Dropp-stað (víðast hvar á landinu) eða senda með Samskipum (þar sem engan Dropp-stað er að finna).

Heimsending með Dropp
Í boði á suðvestur-horninu (Höfuðborgarsvæði, Akranes, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær, Þorlákshöfn)
Verðskrá Dropp fer eftir þyngd pakka. Sé þyngdin innan við 10kg er verð fyrir heimsendingu innan Höfuðborgarsvæðisins 1.350kr og annars staðar á suðvestur-horninu 1.450kr. Upplýsingar um gjald fyrir þyngri pakka er að finna hér: https://www.dropp.is/verdskra eða með því að hafa samband við Losta í gegnum skilaboð á heimasíðu, með því að hringja í 546 0666 eða senda póst á losti@losti.is.

Sótt á Dropp-stað
Í boði víðast hvar á landinu. Gjald fyrir sendingu á Dropp-stað innan höfuðborgarsvæðisins eru 790kr fyrir pakka undir 10kg að þyngd, og 990kr utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingar um gjald fyrir þyngri pakka er að finna hér: https://www.dropp.is/verdskra eða með því að hafa samband við Losta í gegnum skilaboð á heimasíðu, með því að hringja í 546 0666 eða senda póst á losti@losti.is.
Sjá nánari upplýsingar um Dropp-staði hér: https://www.dropp.is/kort

Sent með Samskipum
Ekki eru Dropp-staðir í öllum bæjarfélögum og þéttbýliskjörnum landsins. Ef enginn Dropp-staður er í boði nálægt heimili þínu eða innan hentugrar fjarlægðar til að sækja, er hægt að velja um Dropp-sendingu með Samskipum. Gjald fyrir sendingu með Samskipum eru 1.450kr fyrir pakka undir 10kg að þyngd. Ef þú vilt frekari upplýsingar um verðflokka eða aðstoð við að velja sendingu með Samskipum, geturðu haft samband við Losta í gegnum skilaboð á heimasíðu, með því að hringja í 546 0666 eða senda póst á losti@losti.is.


Við pökkum öllum sendingum í ómerktar umbúðir sem gefa ekkert til kynna um innihald pakkans, ásamt því að nafnið "Losti" kemur hvergi fram á pakkningu eða sendingarmiða.
Afhendingartími miðast við 1-3 virka daga. 
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda okkur línu á losti@losti.is