Edging 101

Tilhugsunin um að stöðva fullnægingu rétt áður en þið fáið hana... gæti hljómað frekar klikkað fyrir sumum. En fyrir þau sem hafa prófað að edge-a, þá vita þau að hún getur stóraukið unað og látið okkur upplifa glænýjar hæðir í fullnægingum.



Hvað er edging?

Við fundum því miður ekkert gott íslenskt orð yfir edging (en erum að vinna í því og opnar fyrir tillögum!) Þangað til notum við enska orðið, sem vísar til orðsins "edge" sem merkir barmur eða brún, t.d. fjallsbrún, og þá er verið að tala um mörkin þar sem kynferðisleg örvun er í hámarki og við stöndum á "barmi" fullnægingar.

Í grunninn er edging er í rauninni það að stríða sjálfum okkur... á kynæsandi hátt!


Edging er einnig kallað "surfing" og "peaking" og er það sem gerist þegar fólk stoppar ítrekað örvun áður en fullnægingu er náð...Og já, þessi stöðuga afneitun er framkvæmd af fullum vilja, með eintóman unað í huga.


Meðan að markmiðið með edging er oft að þið eða leikfélagi fái á endanum mjög kröftuga fullnægingu eftir að hafa verið neitað um hana nokkrum sinnum eða yfir lengri tíma, þá hefur edging einnig í för með sér aðra jákvæða fylgifiska!


Edging eykur blóðflæði til kynfæranna (þar sem þið eruð stöðugt að nálgast fullnægingu en ekki fara yfir brúnina) og þar af leiðandi getur edging aukið kynorku, gert ykkur æstari en nokkru sinni fyrr, og getur jafnvel hjálpað að vinna á stinningarvandamálum!


Edging getur bæði verið framkvæmt með leikfélaga og í sjálfsfróun.



Er varasamt að edge-a?


Nei! Það er ekkert hættulegt við það að edge-a... og undir flestum kringumstæðum er það ekki einu sinni óþægilegt. Undantekning getur verið ef þið eruð búin að neita ykkur um fullnægingu í langan tíma og edge-a lengi. Þá geta líkamleg óþægindi myndast... en þá er lausnin hreinlega að leyfa ykkur þá að fá það! Mjööög unaðsleg lausn, ef þú spyrð okkur!




Er einhver rétt eða röng leið til að edge-a? Hversu lengi á að edge-a?

Það eru engar reglur. Á meðan þið eruð að njóta og finna fyrir unaði, þá eruð þið í góðum málum!

Það eina sem mælt er með er að byrja rólega, prufa sig áfram með því að edge-a einu sinni, svo vinna sig upp í fullnægingu og leyfa henni að koma.
Ef upplifunin er góð... prófa að edge-a tvisvar áður en þið fáið það...
...og svo koll af kolli.


Lykilatriðið er, hvort sem þið eruð að prófa edging með sjálfum ykkur eða leikfélaga, að hlusta á líkamann (og auðvitað leikfélagann!).

Það eina sem þarf er viljinn til að lörva líkamann að brún fullnægingar, og stöðva þá örvunina.

Þegar fullnæging nálgast er hægt að hætta allri örvun í smástund uns byrjað er að örva aftur...eða það er hægt að færa gælurnar á aðra líkamsparta á meðan, t.d. lærin, geirvörturnar, varirnar... áður en þið færið ykkur aftur að kynfærunum sjálfum.

Þið þurfið að finna sjálf hvenær rétta punktinum er náð, og hversu lengi þið viljið halda áfram án þess að fá hina langþráðu fullnægingu.


Eftir því sem þið neitið ykkur lengur um fullnægingu, verðiði næmari fyrir allri snertingu og örvun, nánast eins og hver einasti taugaendi líkamans sé galopinn! Þegar fullnægingin svo loksins kemur, eru miklar líkur á að hún verði mjög sterk og endist jafnvel lengur en ykkar fullnægingar gera venjulega.




Hver er munurinn á edging og "ruined orgasm"?

Þetta eru náskyld fyrirbæri, en aðal munurinn felst í tilganginum.
Edge-ing er framkvæmt með unað í huga, tilgangurinn verandi að njóta örvunar og að fá að lokum kröftuga fullnægingu.
"Ruined orgasm" er enn tengdara inn í BDSM hugmyndafræðina og snýst þar meira um vald eins einstaklings yfir hinum. Þar er markmiðið ekki að manneskjan sem verið er að edge-a upplifi unað, heldur þvert á móti er verið að neita viðkomandi um unað. 





Sjálfsfróun - Edging tips


1. Ekki skilja neinn líkamspart eftir útundan!
Örvið hvaða líkamspart sem ykkur langar, hvort sem þið viljið byrja á líkamshlutum sem veita ykkur almennt mestan unað, eða færa ykkur rólega þangað. Þegar ykkur finnst þið svo vera að nálgast fullnægingu; stoppið, og færið ykkur yfir á t.d. geirvörtur, innri læri, maga, hvar sem er sem ykkur finnst gott að snerta sjálf ykkur, en ekki sem færir ykkur nær fullnægingu. Þegar ykkur finnst fullnægingartilfinningin vera búin að dvína í bili, þá getiði hafist aftur handa við að koma ykkur nær fullnægingu á ný.


2. Fínstilling!
Það krefst mikillar sjálfsstjórnar að koma sér nálægt fullnægingu en passa sig að ekki fara yfir brúnina, því er þetta kjörið tækifæri til að prufa sig áfram! Prufiði að nota léttar og/eða hægar snertingar fyrst og vinna ykkur upp... ef þið hlustið á líkamann og heyrið andardráttinn ykkar verða örari... þá er tilvalið að hægja á eða nota léttari snertingu. Þegar þið eruð komin með þetta næmi á það hvernig líkaminn ykkar bregst við örvun, þá eruði komin með töluverða stjórn!


3. Njótið ferðarinnar.
Það sem gerir edging í sjálfsfróun oft meiri áskorun en með leikfélaga, er að það er meira en að segja það að neita sér um fullnægingu þegar við finnum hana nálgast!

Þetta er vissulega að stórum hluta vegna þess að fullnægingar eru ó-svo-góðar... en líka vegna þess að við höfum verið skilyrt til þess að líta á fullnægingu eins og að "komast í mark", í stað þess að njóta allra hinna unaðslegu tilfinninganna sem eru ekki síður mikilvægur partur af kynlífi.
Að æfa sig í að edge-a getur sett alla upplifunina í skýrara samhengi og "endurforritað" okkur til að njóta kynlífs frá upphafi til enda á mun dýpri hátt.
Ekki einblína á að "fá það eða ekki", heldur sleppið þeirri pressu og njótið allra tilfinninganna sem líkaminn ykkar upplifir á leiðinni þangað.

 



Edging með öðrum - tips:


1. Traust, traust og aftur traust.
Samþykki, mörk og góð samskipti eru mikilvægir þættir í öllu góðu kynlífi. Punktur. En ef þið viljið leyfa öðrum aðila að ráða því hvort þið fáið fullnægingu og hvenær, þá eru þessir þættir algjör undirstaða.
Talið um það á hvaða forsendum þið viljið prófa edging og hvað það er sem þið viljið fá út úr upplifuninni. Passið að þið séuð á sömu blaðsíðu. Meðal þess sem gott er að fá á hreint er:

* Hversu mikla stjórn þið viljið hafa
* Hversu mikla stjórn þið viljið að leikfélaginn hafi
* Hvort þið viljið vera edge-uð visst oft
* Hvernig þið viljið fá það þegar fullnægingin loksins kemur
* Hvort þið viljið nota almenn samskipti meðan á kynlífinu stendur eða notast við öryggisorð
* Og margt fleira


2. Öryggisorð! Og ekki bara af þeirri ástæðu sem þið haldið...
Að notast við öryggisorð eins og "grænt/gult/rautt" kerfið þarf alls ekki bara að eiga við um "djúpu laugina" í BDSM kynlífi.

Ef þið eruð að edge-a leikfélaga en ekki ykkur sjálf, hafiði ekki endilega mikið skynbragð á hvernig manneskjunni líður eða hversu nálægt viðkomandi er því að fá fullnægingu. Þið getið hlustað á andardrátt, lesið svipbrigði og fleira í líkamstjáningu leikfélaga sem gefur ykkur hugmyndir um hvernig þeim líður, en þarna getur verið frábært að notast við leiðbeinandi öryggisorð og þannig tryggja ykkur báðum/öllum sem unaðslegasta upplifun.
Það er auðvitað ekkert verra að eiga samtal á meðan að kynlífi stendur og láta leikfélaga vita með orðum hvernig ykkur líður og hvað þið viljið, en það hentar ekki öllum og þá er gott samtal áður en kynlíf hefst, ásamt notkun öryggisorða, frábær málamiðlun.


3. Notið allann líkamann
Munnmök og/eða að nota fingurna eru klassískar aðferðir til að gæla við leikfélagann og veita þeim fullnægingu... og það er sannarlega ekkert að því!

En edging er hið fullkomna tækifæri til að fara rólega og nota fleiri unaðslegar aðferðir, t.d. að nota munninn á fleiri líkamsparta, gefa erótískt nudd eða prófa hita- og kuldaleiki.

Að byrja með notalegri snertingu og nánd, og rólega hita upp allan líkamann og vekja hvern taugaenda getur verið unaðsleg leið til að hefja kynlíf. Við mælum með góðri nuddolíu, t.d. þessari sem hitnar þegar henni er strokið inn í húðina, eða Bodygliss olíunum sem einnig má nota sem sílikonsleipiefni!

Hita- og kuldaleikir eru frábærir fyrir nýjar upplifanir og tilfinningar. Klakar og sleipiefni eins og þetta frá Sliquid geta þar verið frábær!
Einnig henta glervörurnar frá Gläs einstaklega vel þar sem þær þola vel að vera hitaðar og kældar! 
Og talandi um....


4. Notaðu leikföng og hjálpartæki
Það eru alls konar leikföng sem geta rækilega kryddað upp á kynlífið okkar, og mörg þeirra henta einstaklega vel til að gera edging ennþá unaðslegra og/eða meira spennandi.

Fjaðrir og önnur sensory leikföng henta einstaklega vel til að stríða og trylla leikfélaga með laufléttum snertingum og gælum. Þar má t.d. nefna fjaðrir, sensory klær og hnitmiðaða titrara líkt og þessa frá Senzi og Satisfyer.

Ef að gott traust ríkir á milli ykkar, þá er einnig tilvalið að nota ýmis BDSM leikföng. Blindfold getur magnað upp alla tilfinningu... það að taka út það skilningarvið sem við reynum hvað mest á, getur fengið öll hin til að sperra taugaendana og verða þeim mun næmari! 
Ýmsar tegundir óla sjá svo til þess að passa að þið getið ekki örvað ykkur sjálf! Til dæmis hentar þetta og þetta bindisett mjög vel í edging tilgangi.


Ef þið viljið leika með edging til lengri tíma og manneskjan sem á að þurfa að bíða eftir sinni fullnægingu er með typpi, eru typpabúr fullkomin leið til að skapa gríðarlega eftirvæntingu.



Það sem skiptir á endanum máli er að þið kynnið ykkur edge-ing á eigin forsendum og að þið upplifir unaðsferlið á eigin hraða. Ef það er svo jákvæð upplifun, er tilvalið að leyfa edging að opna heilan heim lostafullra leikja fyrir ykkur...

... það er nefnilega fátt sem getur byggt upp jafn mikla næmni, spennu og eftirvæntingu í kynlífi!