Erótískt Nudd 101

Hvernig á að gefa unaðslegt og erótískt nudd?
Til þess að gefa gott og erótískt nudd eru nokkur atriði sem mikilvægt er að huga að.
Byrjaðu á að skapa notalega stemningu. Lýsing og hitastig eru lykilatriði hér.
Dimmaðu ljósin eða hafðu frekar kveikt á kertum eða lampa. Hitastigið í herberginu á helst að vera hlýtt og notaleg svo að aðilanum sem er að þiggja nuddið verði ekki kalt þegar fötum fækkar. Hafðu hitastigið þannig að þægilegt sé að liggja nakin/n/ð, svo auðveldara sé að slaka á í líkamanum.
Hafðu þægilega aðstöðu fyrir viðkomandi að liggja á, hafðu púða eða kodda nálægt svo hægt sé að setja undir höfuð, mjaðmir eða hné eftir þörfum.
Veldu eða búðu til rólegan og kynþokkafullan playlista með ljúfum tónum.
Ekki gleyma sjálfu þér. Viltu vera í sexý undirfötum? Viltu vera í slopp sem vekur forvitni á hverju þú ert í innanundir? Viltu vera nakin? Hitaðu upp hendurnar áður en þú byrjar að nudda svo þær séu ekki kaldar. Nuddaðu lófunum fast saman til að mynda hita.
Til þess að gefa gott nudd er mikilvægt að vera með góða nuddolíu við hendina.
Hér getur þú skoðað úrval Losta á nuddolíum og Nuddkertunum sívinsælu sem eru einnig afar skemmtilegur kostur þar sem olían verður heit og notaleg þegar kertið hefur fengið að loga í smá stund.

Til að gera nuddið ógleymanlegt þarf að gefa sig alla/nn/t í nuddið. Gefðu þér góðan tíma á hverjum stað, hvern líkamspart og hverja stroku.
Í erótísku nuddi er oft notað allan líkamann til að nudda, ekki bara hendurnar. Notaðu framhandleggina og leyfðu brjóstunum að strjúkast upp við líkamann á þeim þú nuddar á milli þess sem þú þrýstir þeim þéttar upp að líkamanum. Notaðu munn og tungu með á næm svæði. Ef þú ert með sítt hár geturðu sveiflað því yfir þiggjandann og dregið það upp og niður eftir líkamanum. 


Byrjaðu á léttum strokum með fingrum og lófum á bringu og hálsi eða baki (eftir því hvort þiggjandinn liggi á maga eða baki) og láttu hendurnar vinna sig hægt og rólega upp að höfðinu þar sem þú nuddar hársvörðinn og tosar létt í hárið frá rótum. Þetta losar um mikla spennu í líkamanum.
Höfuð og andlit geyma mun meiri spennu en þig gæti grunað. Nuddaðu enni, gagnaugu og kjálka í hringlaga hreyfingu með fingrunum. Nuddaðu hálsinn með flötum lófa með þéttum þrýsting. 
Það á aldrei að nudda hrygginn, passaðu að hafa hendurnar frekar sitthvorum meginn við hryggjarsúluna.
Færðu þig svo yfir á hinn endann, kreistu fæturna þétt og nuddaðu kálfana hægt og rólega og leyfðu höndunum að fikra sig ofar og ofar. Byrjaðu á ytri lærum og upp að nára. Innri læri er næmt svæði, nuddaðun hægt og rólega, ofar og ofar en ekki nudda kynfærin strax! Prófaðu frekar að blása létt á kynfærin.
Leyfðu fingrunum að renna laust yfir magasvæði, fram og til baka, upp og niður. Á bringu og brjósti má nota meiri kraft, nudda vöðvana vel og njóta þess að leika við geirvörturnar með fingrum, tungu og tönnum jafnvel!
Notið andardráttinn, ekki gleyma að draga djúpt inn andann og anda kröftulega frá ykkur. Súrefni gegnir lykilhlutverki í þessu öllu saman.
Bíðið með það eins og þið getið að nudda kynfærin.
Byggðu upp spennuna hægt og rólega og hafið gaman af því að "edge-a". 
Náið upp hámarks spennu og dragið svo verulega úr og hægjið á öllu og endurtakið svo leikinn.


Hægt er að bæta við allskonar aukahlutum til tilbreytinga eins og klaka, fjaðrakitlur, blindfold, handjárn, reipi eða hvað sem þér dettur í hug!