ForLeikur!

Forleikur

Hvað er forleikur? Er hann nauðsynlegur?
Forleikur er leikur sem á sér stað og leiðir yfirleitt til kynlífs án þess að það sé skilyrði. Kynlíf almennt snýst um nautn, unað og gleði. Forleikurinn getur innihaldið allt þetta án þess að leiða til samfara.
Forleikurinn á stóran þátt í því að undirbúa huga og líkama fyrir kynlíf.

“Quickies” og “sjortarar “ (skyndikynlíf?) er ótrúlega skemmtilegt kynlíf og við erum alls ekki að biðja ykkur um að kveðja það til frambúðar en rannsóknir hafa sýnt að pör sem stunda fjölbreyttan og langan forleik mynda sterkari sambönd og dýpri tengingar.
Forleikur er frábær leið til að byggja upp spennu, eftirvæntingu, löngun í hinn aðilann og í kynlífið sjálft. Það eru engar reglur og ekkert sérstakt sem skilgreinir góðan eða slæman forleik.
Svo lengi sem þið eruð að njóta ykkar og virða mörk hjá hvort öðru er allt í boði.
Vertu hugmyndarík/t/ur þegar kemur að forleik og hugsaðu út fyrir kassann því að allt getur verið partur af forleiknum!

Hver segir að forleikurinn eigi að byrja korter í kynlíf? Í svefnherberginu?
Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig á að hefja leikinn utan svefnherbergisins:

Sextaðu
Sendu kynæsandi skilaboð um hversu mikið þig hlakki til að hitta viðkomandi næst, hvað þú sérð fyrir þér að gera og hvað þig langi að gerist.
Myndskilaboð
Ein mynd segir meira en þúsund orð?
Það er geggjað að sexta, en prófaðu að senda viðkomandi sexý mynd af þér!
Falleg og sexý undirföt
Undirföt geta skipt sköpum þegar varðandi hvernig manni líður yfir yfir daginn og hvernig maður ber sig. Þau geta ýtt undir sjálfstraustið og kveikt svakalega í kynorkunni.
Óvænt snerting
Strjúktu niður bakið eða klíptu létt í rassinn þegar þú labbar framhjá makanum.
Augnaráð
Það gefa allir frá sér ákveðið augnaráð þegar þau eru komin/n/ð í gírinn!
Ekki gleyma að horfa í augun á hvort öðru og tengjast. Leyfið líkömunum að tala saman án orða.
Tími
Það er svo gott að gefa sér tíma, kanna öll næmu svæði líkamans. Þetta er ekki keppni um að ná á “áfangastað” eða vera fyrst/ur í mark.
Njótið ferðalagsins.
Dragið forleikinn áfram inn í kynlífið, byrjaðu á góðu fótanuddi til dæmis, nuddaðu kálfana, lærin, náran. Notaðu jafnvel tungu, kitlu eða nuddvönd til að dýpka nuddið. Góð nuddolía er lykilatriði í gott nudd
Gleymdu kynfærunum.
Strjúkið yfir maga og bringu. Upp hálsinn, niður handleggi. Hendur, lófar og fingurgómar. Staldrið við og finnið taktinn í líkama hvors annars.
Ekki gleyma að nudda hársvörðinn og höfuðið.

Njótið.