Grænt Ljós - Sönn saga

Það blikkar grænt ljós á símanum mínum, það eru ný skilaboð á messenger:
 
- Hittumst klukkan fimm. Ég er búinn að fá lyklana af bústaðnum.  
- Já flott. Hvernig rata ég?
- Sendu mér skilaboð þegar þú leggur af stað. Og ég læt þig vita leiðina.
 
Við erum nýlega byrjuð að tala saman. En við erum strax farin að deila klikkuðum fantasíum, sexý myndir hafa flogið á milli og neistinn á milli okkar orðinn að báli. Við höfum talað saman um ótrúlegustu hluti og það er greinilegt að hann fílar að taka frumkvæðið og vera ráðandi aðilinn. Mér finnst það brjálæðislega æsandi og ég er tilbúin að leyfa honum að stjórna mér.
 
Og núna erum við að fara að hittast í fyrsta sinn í bústað stutt frá bænum.
Spenningurinn er í hámarki, því við vitum bæði að það er mjög heitt kvöld framundan.
 
Aftur blikkar grænt ljós á símanum:
 
- Viltu vera í kjól þegar þú kemur og engum sokkabuxum? Mér þætti það æðislegt.
- Auðvitað, ég elska að vera í kjól.
 
Það er aðeins breyttur tónn í þessum skilaboðum, ekki alveg eins skipandi og áður. Ég opna fataskápinn minn og vel dökkrauðan kjól, með djúpu og opnu hálsmáli. Eftir smá leit í nærfataskúffunni vel ég fallegustu svörtu blúndunærfötin mín. Það skal sko öllu tjaldað til í kvöld. Svartir háir hælar setja svo punktinn yfir i-ið. Ég lít í spegil og kveiki nánast í sjálfri mér, dökkt hárið fellur mjúklega yfir axlirnar og passar fullkomlega við litinn á kjólnum. Hann á eftir að bilast úr greddu þegar hann sér mig, hugsa ég, um leið og ég sný mér í hring og kjóllinn þyrlast upp.
 
Þó svo að það sé vor í lofti, þá er enn frekar kalt, svo ég fer í stutta ullarkápu, sting símanum og lyklum í veskið mitt, og haska mér út í bíl. Þegar þangað er komið, þá sendi ég honum skilaboð:
 
- Ég er að leggja af stað.
- Frábært. En smá breyting, ég er kominn að sækja þig.
 
Ég stíg út úr bílnum, lít í kringum mig og jú það stendur heima, hann bíður hinum megin á planinu við bílinn sinn. Hamingjan sanna, hann er enn myndarlegri í eigin persónu, stæltur, í stuttermabol svo það sést í kraftalega upphandleggsvöðvana. Greddustigið rís hratt, ég hlakka svo til að ríða honum og ég finn hvernig púkaglott breiðist um andlitið á mér.
 
- Hæ.
- Hæ.
- Þú lítur rosalega vel út og vá... kjóllinn þinn er æði.
- Takk.
- Komdu.
 
Og við setjumst inn í bílinn hans. Hann snýr sér að mér með stríðnisbros á vör.
 
- Farðu úr nærbuxunum.
- Ha?
- Farðu úr nærbuxunum. 
 
Hann er svo ákveðinn að ég næ ekki að hugsa neinar mótbárur og geri því eins og hann segir. Hann tekur nærbuxurnar og stingur þeim í jakkavasann. Og við keyrum af stað. Andrúmsloftið er rafmagnað á milli okkar og við segjum ekki orð. Hann keyrir rólega og fljótlega erum við komin úr alfaraleið. Ég fatta að hann er ekki búinn að segja mér hvert við erum eiginlega að fara. Skyndilega teygir hann til mín hendina og strýkur mér yfir lærið. Ég tek andköf. Hann ýtir kjólnum mínum ofar og strýkur mér á bert lærið. Kjóllinn fer enn hærra, þangað til píkan mín kemur í ljós.
 
- Ertu blaut?
- Jaaaaaa, ég reikna fastlega með því.
- Leyfðu mér að sjá.
- Hvað meinar'ðu?
- Settu fingurinn í píkuna á þér og finndu hvort þú ert blaut.
 
Enn og aftur er hann svo ákveðinn að það er ekki séns að ég mótmæli honum. Og jú, þessi dásamlega píka er rennandi blaut. Ég dreg fingurinn upp og án þess að fá rönd við reist, þá grípur hann hendina á mér og sýgur á mér fingurinn. Það líður nánast yfir mig af æsing, ég trúi því ekki hvað er gerast.
 
- Mmmmmhhh, það er svo gott bragð af þér. Ertu æst?
- Uhhhh já, mjög æst.
- Gott, því ég vil að þú fróir þér fyrir mig.
 
Hundrað hugsanir fljúga í gegnum hugann á einni sekúndu. Fróa mér? Fyrir framan hann? Hérna í bílnum? Á ferð? En við vorum að hittast? Eigum við ekkert að kyssast fyrst? WTF! En greddan gefur mér dirfsku sem ég vissi ekki að ég ætti til. Svo ég færi mér aðeins neðar í sætinu, set hægri fótinn upp á mælaborðið og horfi stíft á hann, á meðan ég sting tveim fingrum upp í mig og læt tunguna leika um þá. Hann lítur til mín og sleikir útum. Ég tek fingurna út úr mér og án þess að hika, þá legg ég þá á varirnar á honum. Augu hans glennast upp af undrun en hann opnar munninn og ég renni fingrunum rólega inn, nudda þeim upp við mjúka tunguna hans dágóða stund, bleyti þá vel með munnvatni. Allt í einu hafa valdahlutföllin snúist við og það er greinilega að hann finnur það jafnvel og ég. Ég glenni út klofið, opna píkuna og sting tveim fingrum inn og ríð mér hægt um leið og ég nota hina hendina til að nudda snípinn. Píkan mín er bólgin af greddu og tekur vel við, hún er búin að bíða í marga klukkutíma eftir snertingu og það líður ekki á löngu þar til ég er orðin andstutt og rjóð í framan.
 
- Fokk, ég er að fá'ða.
- Fáðu það, mig langar að horfa á þig.
- Ooooooooooohh dísúss, ég er alveg að koma.
- Komdu, komdu þá núna.
- Oooooooohhhhhhhhhhhh.
 
Og kröftug fullnæging flæðir um mig, hún byrjar einhvers staðar djúpt inn í mér og svo springur hún út um allan líkama. Mig sortnar fyrir augun, höfuð mitt reigist ósjálfrátt aftur á bak og ég missi eitt andartak alla stjórn á mér. Þegar ég kem aftur til sjálfrar mín, eftir krampakennda kippi, þá erum við stopp. Bústaðurinn blasir við. Hann horfir á mig agndofa.
 
- Þetta var rosaleg fullnæging. 
 
Ég tek fótinn af mælaborðinu og strýk kjólinn minn niður.  Kem ekki upp einu einasta orði en reyni að ná andanum. Ef þetta er upphafið að kvöldinu, hvernig mun þetta þá enda?