Hita & Kuldaleikir

"Temperature Play" eða "Hitastigs" leikir.
Að blanda hita og kulda tilfinningum inn í kynlífið hjá sér getur verið mjög skemmtileg viðbót.
Stærsta líffærið okkar, húðin er með öflugt taugasvið sem er mjög næmt og verður enn næmara þegar líkaminn er örvaður á kynferðislegan hátt.
Þegar heilinn byrjar að undirbúa sig fyrir nýja upplifun, nýjar tilfinningar fara ákveðin boðefni af stað í líkamanum sem valda þess að allir taugaendar eru í mikilli viðbragðstöðu sem gerir húðina einstaklega næma.
Að binda fyrir augun á þeim sem er að þiggja getur gert upplifunina ákafari.
Eins og með alla leiki er ákveðin hætta fyrir hendi ef ekki er farið varlega.
Takið lítil skref í einu til að feta ykkur áfram og kanna hvort þessir leikir eigi vel við ykkur og henti þér og þínum kynlífsfélaga.

Hvort sem það er hiti eða kuldi er sniðugt að prófa hitastigið á úlnliðinum áður en hluturinn er borinn upp að kynfærum.
Hægt er að nota einföldustu hluti eins og sleipiefnið, sem dæmi.
Prufaðu að setja sleipiefnið í kæli í nokkrar mínútur áður en það er notað.
Mörg kynlífsleikföng þola kælingu eða hita, sum betur en önnur.

Aðrir hlutir sem henta vel eru eftirfarandi:
Ísmolar                           Heit nuddolía
Rjómi                             Heitt súkkulaði
Jarðaber                        Kertavax
Keðjur                            Leður

Þetta eru nokkur dæmi.
Á vefverslun Losta finnur þú vörur sem henta vel í slíka leiki.
Sérstaklega má nefna:
Stellar og aðrar glervörur, nuddkertin og hot wax kertin, sem og dildóarnir frá Squeeze It!

Hafðu í huga að þrifnaður og hreinlæti skiptir miklu máli og mælum við með
Think Clean Thoughts! sem er sérhannað hreinsisprey fyrir öll kynlífstæki.
Það eru fá sleipiefni sem henta jafn vel í hita & kuldaleiki eins og:
Sliquid Sensation

Góða skemmtun!