Me Time fyrir mæður
Kæra móðir,
Hvenær gafstu þér tíma fyrir sjálfan þig? Þá meina ég sko fyrir fyrir þig og kynfærin þín, hvort sem það er píka eða typpi.
Nú á ég nokkura mánaða gamalt barn, og alveg sama hversu mikil talskona ég er sjálfsfróunnar, hversu mikið ég hef lesið um, rannsakað eða hvatt annað fólk til að stunda sjálfsfróun þá mikla ég það stundum svo ótrúlega mikið fyrir mér og þetta er ekki á topp listanum yfir það sem ég nenni að gera þegar ég hef tíma fyrir sjálfa mig, frekar skrolla ég instagram eða tik-tok í hundraðasta skiptið. En ég held að það séu alveg margar mæður þarna úti sem tengja við þetta.
Með þessum pistli, vil ég hvetja þig (og er í raun smá áminning fyrir mig) að setja þetta ofar á forgangslistann. Sumar mæður hafa enga löngun í sjálfsfróun, og það er allt í góðu! Hinsvegar er svo margt gott sem sjálfsfróun gerir fyrir okkur. Fyrir utan unaðinn og vellíðunarhormóninn sem líkaminn losar og streyma um líkama okkar, þá getur sjálfsfróun hjálpað okkur að líða betur með líkama okkar.
Sumar mæður ganga með börn og fæða þau, eftir fæðingu breytist samband margra kvenna við líkama þeirra, oft til hins betra, en stundum ekki. Sjálfsfróun getur þá verið góð leið til að bæta þetta samband eða gera það enn betra, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að fólk sem stundar sjálfsfróun er ánægðara og sáttara með líkama sinn en fólk sem gerir það ekki. Þegar við stundum sjálfsfróun eigum við auðveldara með að gleyma hugsa um hvernig líkaminn okkar lítur út og einbeitt okkur frekar að því hvaða góðu tilfinningar við upplifum við örvun á kynfærunum okkar. Einnig upplifa margar mæður minni pressu, það er enginn nema þú með sjálfum þér og þú getur gert hvað sem þú vilt með sjálfum þér og hætt hvenær sem þú vilt, eða fengið eins margar fullnægingar og þú vilt án þess að hafa áhyggjur af því hvað hinn aðilinn vill í kynlífi.
Þessi vellíðunarhormón sem ég hef talað um, hjálpa okkur, eins og orðið gefur til kynna, að minnka streitu og líða betur. Eftir erfiðan dag í því stóra hlutverki sem er að vera móðir þá getur sjálfsfróun verið það sem við kannski þurfum til að hjálpa okkur að líða vel og auðvelda okkur að tækla þetta hlutverk. Því hvet ég þig, elsku móðir, að taka þér smá stund, sama hvort það sé með tæki, fingrum, sturtuhausnum, kodda, eða hvernig sem er og stunda sjálfsfróun fyrir þig og setja þig sjálfa aðeins ofar á forgangslistann þinn.
Indíana Rós, kynfræðingur og móðir
Instagram: @indianaros6