Ollie - umsögn

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kynlifstækjum og öllu sem viðkemur sjalfsfróun og kynlífi yfirhöfuð. Ég hef stundum átt frekar erfitt með að fá fullnægingu með því að örva bara snípinn og prófað ýmis tæki. Mig hefur lengi dreymt um að eignast nuddvönd og var þess vegna mjög spennt þegar ég fékk Ollie!

Hann reyndist vera sönn guðsgjöf! Og þá meina ég GUÐSGJÖF... þó ég sé ekki einu sinni trúuð. Ég varð mjög spennt strax að komast heim og prófa þetta tryllitæki. Þetta var allt öðruvísi upplifun en með öðrum kynlifstækjum sem ég hef prófað, svo mikill og ótrúlegur kraftur. Ég er vön að hafa allt í botni á eggjum eða titrurum en það er engin leið fyrir mig að hafa hann í botni sem er algjörlega nýtt fyrir mig! Hann nær að örva allar nærliggjandi taugar snípsins sem veitti mér djúpa, öðruvísi og unaðslega fullnægingu sem ég hef aldrei upplifað! 

Fyrst þegar ég var að skoða hann var ég smá stressuð um að mér myndi finnast of mikil læti í honum en hljóðið truflar mig ekki neitt, það er alls ekki jafn hátt og mér fannst það fyrst vera. Ég nota hann oft undir sæng og þá heyrist svo gott sem ekkert. Það er líka mjög þægilegt að handfangið titrar ekki eins og í sumum tækjum, svo maður verður ekki þreytt í höndinni á að halda honum. Rafhlaðan endist líka ótrúlega vel. Hann er stór og þess vegna er líka hægt að leggja hann bara niður og "grind-a" hann eða setjast á hann, sem er klikkað! 
Ég hef ekki ennþá prófað að nota hann með bólfélaga en er ótrúlega spennt að gera það, get eiginlega bara ekki beðið. 
Ollie er nýji uppáhalds vinur minn sem fær að gista uppí hjá mér allar nætur ... og ekki skemmir hvað hann er fallegur!

Ég gef honum allar mínar stjörnur og gæti í fullri hreinskilni ekki mælt meira með honum, ég hef aldrei áður fengið eins djúpa fullnægingu og ég fæ með Ollie!