Píku Unaður 101

Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum! Hér eru 5 góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að sleikja píku.

                                       

1. Byrjaðu hægt og rólega : Þegar þér finnst þú vera að strjúka eða sleikja hægt, prófaðu að gera enn hægar.

2. Veittu öllum líkamanum athygli: Hverri píku fylgir heill líkami sem geymir marga næma staði. Leyfðu höndunum þínum að uppgötva þessa staði og veita þeim athygli og ánægju. Nuddaðu innri læri, brjóstin, hálsinn og fleiri staði.

3. Samskipti: Samskipti eru alltaf lykillinn að góðu kynlífi. Taktu stöðuna af og til, og spurðu: Er þetta gott? Viltu að ég geri x? Hvað myndi gera þetta enn betra?

4. Blíðar en þéttar strokur: Mjúkar hægar og blíðar snertingar og strokur um píkuna. Hristu reglulega upp í taktinum en staldraðu við þegar þú sérð að það sem þú ert að gera er að virka vel.

5. Geymdu snípinn þar til síðast: Vertu viss um að píkan sé vel blaut áður en þú gælir við snípinn. Við mælum með góðu sleipiefni svo allar strokur séu mjúkar og þægilegar.

Auka Tips!
Tungan er samansett af 8 mismunandi vöðvum. Þegar kemur að munnmökum viljum við slaka á í tungunni, svo hún sé sem breiðust og flötust. Ekki hika við að nota andardráttinn með, prufaðu að blása, narta og sleikja til skiptis.

Sleiktu píkuna hægt og rólega frá spönginni og alveg upp, yfir snípinn. Hreyfðu meira en bara tunguna. Hreyfðu allan hausinn með! Upp og niður.

Notaðu fingurna með! Nuddaðu barmana, settu fingur eða tvo (eða fleiri!) inn í leggöngin og puttaðu taktfast á meðan að þú sleikir píkuna.

Hreyfðu tunguna í hringi yfir snípnum.

Prófaðu að sjúga snípinn lauslega!

Hafðu sleipiefni við hendina!

Er endaþarms örvun í boði? Spurðu fyrst!
Örvaðu með fingri, tungu eða buttplug ef svo er!

Njóttu!

Einblíndu á ferðalagið og upplifunina, ekki áfangastaðinn! Ekki setja pressu á fullnæginguna, heldur unaðinn.. Hafið gaman af því að prófa ykkur áfram, verið forvitin með að prófa allskonar nýtt og finna út hvað virkar best fyrir ykkur.