Sjálfsfróunar Maí!

Sjálfsfróun!

Við stundum flest öll sjálfsfróun, hún er holl og góð fyrir bæði líkama og andlegu hliðina, en einhvern veginn er hún ennþá eitthvað tabú sem við tölum helst ekki um. Það að viðurkenna að fróa sér er eitthvað sem mörg okkar líta á sem stórt skref, sum jafnvel eitthvað sem okkur dytti ekki í hug að gera. En hvers vegna? Hvers vegna að láta eins og eitthvað jafn sjálfsagt og heilbrigt og sjálfsfróun sé eitthvað til að skammast sín fyrir?

Akkúrat þetta hugsaði Joycelyn Elders, Landlæknir Bandaríkjana á árunum 1994-1995. Hún vogaði sér að ganga lengra, þ.e.a.s. leggja til að talað yrði um sjálfsfróun í skólum landsins sem partur af kynfræðslu... og var rekin fyrir vikið. Jocelyn átti sér mörg skoðanasystkini, sem nefndu 7.maí Dag Sjálfsfróunar, Joycelyn til heiðurs. Þessi eini dagur hefur svo þróast þannig að í maímánuði er víðs vegar um heim haldið uppá sjálfsfróun og alla hennar dásamlegu kosti!


Vissir þú að: 

- Sjálfsfróun losar um hamingjuhormónin fjögur sem eiga meðal annars þátt í að draga úr streitu og vöðvaspennu, lækka blóðþrýsting og stuðla að betri svefni. Þennann hamingjukvartett skipa Dópamín, Oxytocin, Serótónín og Endorfín.

- Sjálfsfróun getur linað verki, t.d. túrverki og höfuðverki. 

- Sjálfsfróun getur sinnt ákveðnu viðhaldshlutverki fyrir almennt kynheilbrigði. Auk þess að styrkja kjarnvöðvana okkar, þá getur regluleg sjálfsfróun dregið úr líkum á vissum sjúkdómum. Einnig erum við fljótari að taka eftir breytingum á líkama okkar ef við þekkjum hann vel og erum dugleg að skoða hann og strjúka. 

- Sjálfsfróun lætur okkur líða vel og lætur okkur kunna að meta eigin magnaða líkama og allar tilfinningarnar sem hann leyfir okkur að upplifa. Aukið sjálfstraust og ánægja með líkama sinn er þekkt aukaverkun reglulegrar sjálfsfróunar. 

Burtséð frá öllum þessum kostum, þá er sjálfsfróun bara einfaldlega svooo skemmtileg og ó ó svooo góð!


Ef sjálfsfróun er ekki þegar partur af þinni self-care rútínu, þá er Masturbation May klárlega tíminn til að innleiða hana! Sjálfsfróun er ekkert nema dekur við okkur sjálf og hið fullkomna tól til að læra á sjálf okkur. Í sjálfsfróun er engin pressa, engin hætta á kynsjúkdómum eða óléttu... ekkert nema rými fyrir okkur til að prófa okkur áfram og finna út nákvæmlega hvað við fílum og hvað ekki. Að læra að njóta eigin líkama og fullnægja sjálfum okkur er eitt og sér frábært, en svo getur það margfaldað ánægjuna í kynlífi með öðrum.

Gleðilegan maí; setjum símann á silent, læsum hurðinni, látum jafnvel renna í bað... hvort sem við notum höndina, leikföng eða eitthvað tilfallandi eins og kodda eða sturtuhausinn...njótum okkar!