Sleipiefni - 4 mýtur

Sleipiefni, sleipiefni, sleipiefni!

Sama hve mikið er talað um góða eiginleika sleipiefna, erum við enn stöðugt að heyra sömu gömlu rangfærslurnar!
Því viljum við í eitt skipti fyrir öll slá á mýturnar! 


Mýtur nr. 1 og 2: "Fólk notar bara sleipiefni ef eitthvað "er að" /  Sleipiefni er bara fyrir gamalt fólk".

Sannleikurinn: Á meðan að sleipiefni eru vissulega algjörir töfrar t.d. ef leggöng blotna ekki nægilega náttúrulega... hvort sem það er sökum sjúkdóma, hormóna, aldurs eða annars... þá er það aðeins einn af ótal kostum þeirra.

Sleipiefni hjálpa okkur öllum að njóta og geta margfaldað unað. Þau gera allt mjúkt, og jú... sleipt! Það er fátt sem getur skemmt fyrir góðu kynlífi eins og mikill núningur eða ofurnæmni, og þá getur gott sleipiefni sannarlega gert gæfumuninn og hjálpað til við að njóta betur, njóta lengur og upplifa meira. Notkun sleipiefnis getur gert "meh" kynlíf gott, og gott kynlíf frábært!

Lítum á þetta svona: Volgt vatn svalar þorsta og bragðlítill matur seðjar hungur. En það er ástæða fyrir því að við kjósum flest að kæla drykkina okkar og krydda matinn okkar: Við viljum bestu mögulegu upplifunina! Ekki satt?


Mýta nr. 3:  "Það þarf bara sleipiefni í innsetningar"

Sannleikurinn: Stundum er sleipiefni hreinlega nauðsynlegt fyrir öruggt og gott kynlíf, t.d. endaþarmskynlíf, en það betrumbætir einnig allar aðrar tegundir kynlífs. Þar skiptir engu máli hvaða kynfæri um ræðir, eða hvort við séum að stunda kynlíf með öðrum eða aðeins okkur sjálfum. Meiri bleyta og mjúk, sleip tilfinning í stað núnings, getur tekið allan unað á hærra stig.

Sem dæmi er gott að :

Nota sleipiefni til að gera munnmök extra blaut og góð, bæði með bragðsleipiefnum og án.

Taka sjálfsfróun á næsta level, með eða án leikfanga.

Nota vel af sleipiefni á sérstaklega viðkvæma staði, eins og snípinn og kónginn, til að ná unaðslegri en mjúkri örvun á svæðum sem geta verið viðkvæm fyrir mikilli snertingu.

Nýta eiginleika sleipiefnanna í erótískt nudd. Nuddolíur hafa sína kosti, en í flestum tilfellum eru þær ekki gerðar fyrir okkar viðkvæmustu svæði, t.d. leggöng. Sleipiefni hins vegar eru sérstaklega þróuð til að raska ekki náttúrulegri flóru líkamans.


Mýta nr. 4: "Það er hægt að nota hvað sem er sem sleipiefni."

Sannleikurinn: Aðeins þartilgerð sleipiefni eru alveg örugg til notkunar í kynlífi. Náttúrulegar olíur eins og t.d. kókosolía, hafa oft verið dásamaðar sem sleipiefni, en þær geta eyðilagt smokka og leikföng, ásamt því að þær geta ýtt undir að óæskilegar bakteríur setjist að í leggöngum.

Það er einnig mikilvægt að velja vel þegar kemur að sleipiefnum, byggt á því hvað við viljum nota þau í. Flest sleipiefni innihalda annaðhvort silikon, vatn svo eru önnur sem innihalda olíu.

♥ Vatnsleysanleg sleipiefni eru almennt einu sleipiefnin sem öruggt er að nota með silikonleikföngum, annars er hætta á að sílikonhúð tækjanna leysist upp og eyðileggist. Vatns sleipiefni eru einnig örugg til nota með latexsmokkum, á meðan að flest silikonsleipiefni eru það ekki. Eini gallinn við þau er að vegna þess að uppistaðan er vatn, þá drekkur húðin okkar efnið í sig og því þarf oft að nota meira af því og bæta oftar á.

♥ Silikonsleipiefni endast vel og lengi því þau fljóta á yfirborði húðarinnar. Hins vegar vinna þau gegn silikonleikföngum og skemma þau með tímanum. Flest silikonsleipiefni brjóta einnig niður latex og gera því latexsmokka óörugga og gagnslausa. Undantekning þar á er m.a. Überlube silikonsleipiefnið, sem má nota með latexsmokkum.

♥ Þykkari sleipiefni eru besta valið fyrir endaþarmskynlíf, og má þar nefna krem, gel og feiti frá merkinu BUTTR, sem eru vatnsleysanleg, en extra þykk og með mjúkri áferð. Einnig er gott að velja sérstök anal sleipiefni fyrir endaþarmskynlíf þar sem þau innihalda oft slakandi og græðandi efni sem gera bæði kynlífið sjálft betra og veita vörn gegn meiðslum.

♥ Þegar kemur að kryddinu er svo hægt að velja sleipiefni með bragði, örvandi efnum, kælandi áhrifum eða sleipiefni sem hitna!
Sensuva Örvandi Sleipiefnið er eitt það vinsælasta hjá okkur en það örvar blóðflæðið, svo þú verður næmari og finnur betur fyrir allri örvun.

Við hjá Losta erum með mjög strangar kröfur þegar kemur að öllum okkar vörum og þar eru sleipiefni sannarlega ekki undanskilin. Okkur er mjög mikilvægt að öll okkar sleipiefni séu fullkomlega body-safe og að þau séu eins hrein og náttúruleg og hægt er; laus við öll aukaefni og óþarfa.
En þú getur skoðað úrval sleipiefna hjá okkur hér!

Vonandi höfum við náð að slá á helstu mýturnar þegar kemur að hinum yndislega heimi sleipiefnanna, og vonandi ert þú, lesandi góður, tilbúin(n)/ð að láta vaða og taka þinn unað á næsta stig!