Sólarhringurinn - Sönn saga
Ég fór á tinderdeit sem er kannski ekki frásögu færandi að ég hafi farið á deit enda búin að fara á nokkur síðan ég skildi. Ég get þó sagt það að „deit“heimurinn er aðeins búin að breytast síðan ég var einhleyp síðast og örlítið meira púsl núna að finna tíma fyrir hittinga þegar börn eru í spilinu og hinn aðilinn á líka börn og þið með sitthvora viku eða helgi og fleira mætti telja upp. Ég ætla að segja aðeins frá mér áður en ég kem að þessu sérstaka atviki.
Ég er rétt rúmlega þrítug og er margra barna móðir sem skildi eftir margra ára samband og er að reyna að finna ástina aftur .. nei smá grín en félagsskapur er það sem ég er að leitast eftir og hitt kemur kannski seinna - eða ekki, en alls ekkert sem liggur á mér því ég hef nóg annað að gera.
Ég hef farið á nokkra hittinga og alltaf skemmt mér vel, ekki lent í neinu sem teljast mætti furðulegt. Sumir hafa fengið fleiri en eitt deit aðrir bara þetta eina. Þegar ég skildi og byrjaði aftur að hitta aðra menn þá var ég alveg ákveðin í því að hitta bara menn sem væru 40 ára og eldri því þeir væru alveg örugglega með allt á hreinu. Ég komst ansi fljótt að því að það er svo sannarlega ekki alltaf þannig amk ekki þessir 40 ára og eldri menn sem ég kynntist.
Ég ákvað þá að snúa þessu alveg við og prófa yngri menn, já ég meina ég var að koma úr margra ára sambandi svo nú væri sko sannarlega tíminn til að prófa nýja hluti. Ég stillti neðri aldurinn á tinder 10 árum yngri en ég og GUÐ MINN GÓÐUR sjá alla þessa gullfallegu hraustu ungu menn, allir svo snyrtilegir og í líkamlega góður formi!
*kling* það kom match .. einn 8 árum yngri.
Aftur að þessu tinderdeiti sem ég var byrjuð að skrifa um.
Það endaði aðeins öðruvísi en önnur deit sem ég hef farið á og varði aðeins lengur en ég er vön. Þið eruð líklegast búin að gera ykkur hugmynd um hversu langt það varði .. já það var sólarhringur.
Hann kom heim til mín með take away og við ætluðum að spila, ég hafði nefnt við hann fyrr um daginn hvort hann héldi nokkuð að hann væri að koma beint í Netflix og chill, bara að hafa það á hreinu að það yrði ekkert svoleiðis í gangi .. ekki það að ég vissi að við myndum sofa saman þetta kvöld en hann þurfti ekkert að fá að vita það strax.
Hann kemur og ég var búin að opna rauðvínsflösku handa okkur og hafði keypt bjóra líka ef hann vildi það frekar en rauðvín. Við byrjuðum að tala saman yfir matnum, aðeins að kynnast. Fyrri rauðvínsflaskan sem ég hafði keypt var ansi fljót að klárast svo ég opnaði aðra, áður en ég vissi af þá vorum við búin að klára hana líka. Ég veit ekki hvað við vorum búin að tala saman lengi áður en það fór að vera asni heitt þarna inni hjá okkur, ég orðin rjóð í kinnum af rauðvíninu og fann hvað það var orðið ansi heitt og rakt í nærbuxunum.
Ég vildi að ég gæti sagt ykkur nákvæmlega hvað gerðist næst en ég verð að viðurkenna að ég man það ekki alveg hundrað prósent, rauðvínið sjáðu til getur stundum ruglað ykkar konu smá.
En í minningunni þá er hann kominn við hliðina á mér í sófanum, skellir einum góðum sleik á frökenina (sem ég að sjálfsögðu tók vel á móti) og áður en ég vissi af þá sá ég buxurnar mínar fljúga í loftinu, herramaðurinn kominn á gólfið og andlitið hans hvarf .. nei sko vá, VÁ !
Við tók 3 tíma stanslaust kynlíf, engin pása.
Klukkan er orðin 2 að nóttu til og eftir allt havaríið og rauðvínið lognast ég út af og hann enn heima hjá mér, ég sem leyfi aldrei neinum að gista hjá mér.
Ég vakna aftur kl. 4 og lít í kringum mig en engin þar, heyri í hárri karlmannsrödd inní eldhúsi og stend upp og lít þar inn. Jú jú þarna stendur hann talandi í símann klukkan 4 að nóttu til, nakinn og ENN að drekka! Þegar hann sér mig hættir hann í símanum og kemur að mér, tekur utan um mig og kyssir. Við förum aftur upp í rúmið mitt og tekur þar við önnur lota sem varði í 2 klst. Þessir ungu menn, endalaust þol og þrek sem hentar mér einstaklega vel því ég hef líka endalaust þol og þrek og elska fátt meira en kynlíf, stundum aðeins of mikið.
Nú er klukkan orðin 6 að morgni til, hann enn hjá mér og ekki hættur að drekka og ég að fara að mæta í vinnu eftir 2 tíma. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki komið gott, ég þurfi að fara að mæta í vinnu eftir smá stund og hann líklegast líka og hvernig hann ætli að koma sér heim eða í vinnuna. Hann segir þetta ekkert mál að ég þurfi engar áhyggjur að hafa og spyr hvort ég eigi einn bjór í viðbót, en allt er búið.
Spólum aðeins áfram, klukkan að verða 8 og hann enn heima hjá mér .. ég veit að þið eruð að hugsa ,,af hverju er hún ekki löngu búin að henda honum heim í taxa“ en málið er með mig að ég er alveg afskaplega meðvirk og sérstaklega þegar það kemur að karlmönnum og hann bjó rosalega langt í burtu frá mínu heimili og ég hafði ekki samvisku í að láta hann borga 20.þús í taxa.
Meðvirka ég sá að hann væri ekkert á leiðinni heim strax, hann var í engu ástandi til að keyra og hvað þá mæta til vinnu .. ég hringdi mig veika í vinnuna, já ég skrópaði og ég geri aldrei svoleiðis og hvað þá fyrir mann sem ég var að hitta í fyrsta skiptið fyrir hálfum sólarhring síðan.
Nú er tíminn orðin 11 og það er að byrja að renna af manninum og þá fara hlutirnir að verða skrítnir, já ég sagði skrítnir.
Hann byrjar að verða órólegur, labbar fram og til baka og er orðinn náfölur – hann fékk kvíðakast, OFSAkvíðakast !
Þegar það rann af honum og hann áttaði sig á því hvað hann hefði gert, hitt konu í fyrsta skiptið og drukkið alltof mikið og nú var hann enn heima hjá henni og „látið“ hana skrópa í vinnunni og hann sjálfur ekki mætt til vinnu.
Ég ætla að segja ykkur eitt um okkur mæðurnar .. þegar þú ert mamma og sérstaklega þegar þú átt mörg börn þá er mjög erfitt að slökkva á þessu mömmugeni og þegar þú sérð einhvern sem ekki líður vel þá ósjálfrátt ferðu í þetta hlutverk að hugga aðilann, að hugsa um hann.
Svo fröken mamma horfir á þennan unga mann í þessu svakalega kvíðakasti og segir rólega „viltu knús“ ..hann horfir á mig og segir hikandi „veistu já, mér líður þannig að ég myndi þiggja knús“, svo ég færði mig yfir til hans og hann vafði sig utan um mig eins og lítill apaungi.
Tímanum leið og og ég horfði á alla þáttaröðina á Tiger King á meðan ég lá hjá honum með hann vafinn um mig eða allt í lagi við sváfum líka saman inn á milli því hann sagði að einhvern veginn liði honum betur þegar við værum að stundum kynlíf svo hver var ég að neita honum um það, ég meina ég mamman sem vill að öllum líði vel .. ég gaf honum að borða og passaði að hann drykki vel af vökva, sendi hann í sturtu og gillaði á honum bakið meðan ég var að reyna að hjálpa honum að sofna.
Ég viðurkenni þó að ég hélt að hann myndi aldrei fara og var farin að hugsa hvernig ég ætti nú að útskýra fyrir börnunum mínum hvaða maður þetta væri sem væri fluttur inn til okkar þegar þau kæmu heim frá pabba sínum.
Það vildi þó svo heppilega til að vinkona mín ætlaði að koma í heimsókn um kvöldið svo ég sagði honum að hann yrði að vera farinn áður en hún kæmi, að nú hann væri kominn í fínt ástand til að keyra heim til sín.
Hann fór klukkan 19:32, já ég man nákvæman tíma.
Vinkona mín kom í heimsókn 10 mín síðan í líklegast skemmtilegustu sögustund sem hún hefur komið í því ég þurfti að sjálfsögðu að segja einhverjum frá þessu ! Og líklegasta leiðinlegustu heimsókn á sama tíma því ég var svo þreytt eftir að hafa bara sofið í 2 klst. um nóttina áður og þegar ég var búin að segja henni frá þessari skrítnu lífsreynslu helltist yfir mig þreytan öll og ég lá slefandi í sófanum hérna meðan hún var í heimsókn.
Nú eru einhver ykkar líklegast með ansi margar spurningar og hugsanir og líklegast einhverjir sem efast um mína eigin geðheilsu að hafa bara leyft svona að gerast, að hafa tekið þátt í þessu. Einhverjir hér kannski að spá í hvernig píkan mín væri eftir svona margar klukkutíma ríðingum, já ég skal segja ykkur það.. það tók mig 9 daga já þið lásuð rétt 9 DAGA að jafna mig í henni, ég fékk svakalega þvagfærasýkingu (þó ég passaði vel upp á að pissa inn á milli) og sveppasýkingu og þurfti að taka inn ansi margar pillur og nota ansi mikið af kremi þarna niðri.
Ætlaði ég aldrei að tala við hann aftur eða hitta – já.
Er ég enn að tala við hann og hitta - já!