Hvað er squirt?

Spennið beltin: Squirt!


Enn er squirting rætt fram og tilbaka, jafnt af leikmönnum og sérfræðingum. Margir sérfræðingar innan kynlífsvísindanna setja enn spurningamerki við það hvort squirting sé til... árið 2024 höfum við ekki enn fullrannsakað allt sem tengist píkunni!


Allt sem tengist kynlífi og kynörvun píkunnar hefur verið taboo á einhverjum tímapunkti, og því miður eru enn alltof margir hlutir sem falla í þann flokk.
Mannkynið veit svo ótrúlega margt um allt milli himins og jarðar... en einhvernveginn eru mikilvæg atriði varðandi píkur og fullnægingar sem enn er mystería!


Vissir þú að elstu textar sem tala um squirting eru frá 4. öld?
Og rúmum sextán öldum síðar erum við enn að ræða þetta eins og þetta séu einhverjar þjóðsögur!


Stigmað spilar þar sannarlega stóra rullu. Á meðan við getum ekki rætt kynlíf og unað á útopnu er enn langt í land með að fá fólk til að taka þátt í rannsóknum og öðru sem nauðsynlegt er til að slá botn í þetta umræðuefni.
Vandamálið er, að á meðan squirt er undirrannsakað fyrirbæri, þá eru enn sérfræðingar úr heilbrigðisgeiranum sem halda því fram að vökvinn sem píkan gefur frá sér við squirting sé þvag!


Nú ætlum við að taka af allan vafa.


HVAÐ ER SQUIRTING?


Squirting er þegar vökvi kemur úr píkunni við örvun eða fullnægingu. Þessi vökvi getur komið í litlu magni, eða spíst út eins og úr vatnsslöngu! Hvort tveggja -og allt þar á milli- er eðlilegt.


Leggangableyta og vökvinn sem kemur úr píku þegar hún squirtar er ekki það sama.


Náttúruleg bleyta legganganna er sleip og kemur úr leggangaveggjum á mörgum píkum þegar þær örvast. Vökvinn sem kemur í squirti kemur hins vegar úr þvagrásaropinu (en ekki úr þvagblöðrunni!) og þó það sé eins og áður segir lítið búið að rannsaka þetta galdra-fyrirbæri, þá virðist allt benda til þess að Skene kirtlar sem staðsettir eru sitthvoru megin við þvagrásaropið, séu þeir sem framleiða vökvann og sprauta honum út. Vökvinn sjálfur kemur úr birgðum sem líkaminn okkar framleiðir með því að sía vatn úr blóðvökva. Hljómar kannski skringilega, en brjóstamjólk er framleidd með svipuðum hætti, bara af öðrum kirtlum.


Þegar þessi vökvi safnast upp, verður til þrýstingur á þvagrásarvegginn og það er ástæða þess að mörgum finnst tilfinningin lík því að þurfa að pissa.


Ýmsar kenningar eru uppi um hvers vegna þetta gerist, en ein þeirra er að þetta sé líkaminn okkar að halda sér hreinum og forðast sýkingar, með því að skola þvagrásaropið með sínum eigin vökva meðan á kynlífi stendur og eftirá.



GETA ALLAR PÍKUR SQUIRTAÐ?


Enn og aftur eru fræðin komin svo stutt, en margt bendir til þess að flestar ef ekki allar píkur squirti! Magn og kraftur er síðan svo mismunandi milli einstaklinga að það taka mörg ekki einu sinni eftir því þegar píkur squirta.


Alþjóðasamtök kynheilbrigðisfræða framkvæmdu spurningalista rannsókn, og þar kom fram að allt að 50% fólks með píku kannaðist við það að hafa squirtað. Hins vegar væri prósentan eflaust mun hærri ef fólk væri meðvitað um hversu ógreinanlegt squirtið getur verið.


HVERNIG SQUIRTA ÉG?


1. Fróaðu þér!

Besta leiðin til að kanna eitthvað nýtt með líkamanum sínum, er að gera það gegnum sjálfsfróun. Það er í fullkomnu lagi að vilja láta reyna á það með maka eða leikfélaga, en við mælum með að prófa sig áfram í einrúmi fyrst, til að hafa nægt næði og vera algjörlega laus við pressu. Ef við erum dugleg að fróa okkur og uppgötva nýjar leiðir að unaði með sjálfum okkur, erum við líklegri til að njóta kynlífs með öðrum.


2. Örvaðu g-blettinn!

Rannsóknir sýna að öruggasta leiðin til að squirta er með g-bletts örvun.

G-bletturinn er staðsettur inni í leggöngunum, framantil. Það er mismunandi milli einstaklinga hversu djúpt uppi í leggöngum bletturinn er, en að meðaltali er hann 5cm fyrir innan leggangaopið. Það er í mörgum tilfellum hægt að nota fingur til að örva hann, en oft geta leikföng gert okkur það auðveldara.

Kanínutitrarar eins og Lea eða Clutch frá Unbound eru hannaðir til þess að örva g-blett og sníp á sama tíma og eru því dásamleg tæki til sjálfsfróunar. Muse frá Vush er síðan útbúinn með sérstakri þrýstingshreyfingu sem pressar á g-blettinn.

Til þess að finna blettinn getur hins vegar verið einfaldara að halda sig við titrara með engum sér armi fyrir snípinn, en sem er sveigður sérstaklega svo auðveldara sé að ná í þennann töfrablett. Myth frá Vush og Bender frá Unbound eru frábærir í þessum tilgangi.

G-bletturinn er oftast með aðeins öðruvísi áferð en restin af leggangaveggnum, en það er ekki endilega greinanlegur munur, og því er best að prófa sig áfram. Prófaðu að fara aðeins grynnra og aðeins dýpra, þangað til þú finnur blett sem virkar vel fyrir þig og þú finnur spennuna magnast. Trixið getur verið að miða fram/upp í átt að naflanum.

Ef þetta gengur hægt, vittu að þolinmæði getur verið lykill í squirti eins og svo mörgu öðru!
Hafðu einnig í huga að g-bletturinn er misnæmur eftir píkum og þó þér gangi erfiðlega með að ná að örva hann, þá er það fullkomlega eðlilegt... og þá er um að gera að njóta bara með því að einbeita þér að snípnum í staðinn.


3. Notaðu vöðvana og slepptu svo tökum.

Þegar þú finnur fullnægingu nálgast getur verið gott að spenna grindarbotnsvöðvana og magavöðvana og leyfa þeim að flytja þig restina af leiðinni. Góðar kúlur til að þjálfa þessa vöðva finnurðu hér.
Mikilvægasti parturinn er svo að komast yfir vissan hugrænan vegg. Tilfinningin getur verið nánast alveg eins og þú þurfir að pissa. Þá er lykilatriði að sleppa tökum, leyfa því að gerast, og þá er líklegt að líkaminn komi þér unaðslega á óvart og þú squirtir!

 

Lokapunkturinn er, sem áður, að kynlíf á að vera skemmtilegt og gott. Hvort sem þú squirtar eða ekki, þá er það náttúrulegt og fallegt og það sem skiptir máli er að þú sért að fá allt sem þú þarft og þráir úr þínu kynlífi!