Typpahringir

Typpahringir!


Flest okkar höfum allavega nokkra hugmynd um hvað þessir leyndardómsfullu hringir eru, enda segir nafnið mikið.
Hins vegar er algengt meðal fólks sem ekki hefur notað typpahring, að nákvæm notkun þeirra og kostir séu enn dálítið á hulu. Við viljum því tileinka þessa grein hinum ótrúlega fjölbreyttu og fjölhæfu typpahringum!


Formleg saga typpahringanna teygir sig aftur til 12. aldar, og að sjálfsögðu til Kína, þaðan sem margar af bestu kynheilbrigðisuppfinningum nútímans koma upphaflega.
Hins vegar eru mörg eldri dæmi í menningarsögunni um eitthvað sem hafa líklega verið typpahringir, en ekki hefur tekist að sanna það af eða á.


Til dæmis er um það bil 1500 ára gömul grísk stytta frá Aþenu, sem virðist vera með skreyttan typpahring... en sagnfræðingar virðast vilja meina að séu sérkennilega löguð skapahár.

Einnig hafa fundist fjölmargir "kjólahringir" frá bronsöld sem virðast sannarlega hafa verið gerðir til annars en að festa föt.


Hvað sem því líður hafa typpahringir verið með okkur öldunum saman, en eru þó loksins núna að stíga inn í heim "mainstream" kynlífsleikfanga.


Í grunninn eru typpahringir jú akkúrat eins og nafnið gefur til kynna, hringir sem fara á typpi.


Þeir eru búnir til úr margs konar efnum, oft silikoni eða málmum, en einnig leðri, plasti, gleri og svo má áfram telja.
Typpahringjum er í flestum tilfellum smeygt á hart typpi og komið fyrir neðst. Sumir eru til þess gerðir að halda utanum typpi og pung á sama tíma, eða halda jafnvel bara undir eistun. Hér ætlum við hins vegar að fókusa á þá sem staðsettir eru neðst á typpið.


En til hvers að nota typpahring?


Ó hvar eigum við að byrja! Typpahringir eru fyrst og fremst notaðir til að halda auknu blóðflæði innan typpisins og þannig geta þeir m.a:


- Hjálpað typpinu að haldast hart lengur og í sumum tilfellum haldast áfram hart eftir að fullnægingu er náð... sem opnar marga möguleika, hvort sem það er í sjálfsfróun, kynlífi með leikfélaga, eða hópkynlífi.


- Byggt upp fullnægingu yfir lengri tíma og gert hana enn kröftugri og unaðslegri þegar henni er náð


- Aukið næmni í öllum taugaendum typpisins og aukið unað


- Gefið typpinu stærra og þrútnara útlit


Hljómar vel ekki satt? Þetta er samt bara toppurinn á ísjakanum!


Með þróun unaðstækja á síðustu árum hefur nýr flokkur titrandi typpahringja orðið til og farið hratt vaxandi í vinsældum, og það eru parahringir.


Parahringir eru gæddir öllum eiginleikunum sem taldir eru hér að ofan... ásamt því að partur af þeim er titrari sem hannaður er sérstaklega til að trylla bólfélaga!


Þessir hringir koma í ýmsum stærðum, gerðum og litum, en eiga það sameiginlegt að partur af þeim leggst fullkomlega upp að sníp eða spöng, sem þýðir að í hvert sinn sem typpi með slíkan hring fer inn í leggöng eða endaþarm, kemur dásamleg örvun á næmustu bletti hinnar manneskjunnar. Ekki skemmir fyrir að titringurinn leiðir vissulega í hringinn sjálfan og geta því báðir aðilar notið tilfinningarinnar og farið saman á unaðslegar slóðir með þessu eina litla töfratæki.


Einnig er hægt að njóta þessara "parahringja" í sjálfsfróun, sem og forleik og annari örvun, þar sem þeir eru í raun ekkert nema ótrúlega handhægir og fimir titrarar, sem dæmi með því að:


- Snúa typpahringnum öfugt á typpinu og láta titrandi partinn leggjast upp að eistum


- Nota titrarann sem staðbundna og eggjandi örvun á fleiri næma bletti, eins og t.d. geirvörtur eða nára


- Smeygja hringnum yfir nokkra fingur og nota sem magnað krydd þegar verið er að nota hendur til að veita typpi, píku eða rassi unað


- Taka munnmök á næsta level með því að halda hringnum upp að koki/hálsi að utanverðu og leyfa þannig víbringnum að framkvæma sína galdra óbeint


Þá hugsa eflaust einhver: Þetta er of gott til að vera satt, það hljóta að vera gallar!


Og svarið er, að ef typpahringir eru notaðir rétt, þá eru þeir svo gott sem fullkomnir. En líkt og með allt sem þrengir að blóðflæði, er mikilvægt að:


- Fara varlega fyrst um sinn, læra á hringinn og hvernig hann virkar best fyrir þig. Ef þú finnur fyrir verk eða doða undan hringnum, taka hann strax af.

- Ráðfæra þig við lækni fyrst ef hjarta- eða æðavandamál eru til staðar

- Ekki hafa hringinn lengur en 30mín í senn á typpinu og passa extra vel að sofna ekki með hann á.


Ef þeir eru notaðir af skynsemi eru typpahringir meðal fjölhæfustu og skemmtilegustu kynlífstækja á markaðnum og ekkert unaðstækjasafn ætti að vera án þeirra.