Uppáhalds kynlífsstaðir Íslendinga

Nýlega spurðum við fylgjendur okkar á Instagram að skemmtilegri spurningu.
Hvað er skrýtnasti/skemmtilegasti staður sem þú hefur stundað kynlíf á? Viðbrögðin komu okkur skemmtilega á óvart og þá ekki bara hve margir svöruðu en líka hversu frumleg svör við fengum, en Íslendingar hafa aldeilis verið duglegir, margir hverjir, að stundað kynlíf á hinum ótrúlegustu stöðum!

Algengustu svörin:
- Úti á túni, úti í móa, inni í skógi 

- Á golfvelli 

- Í sundlaug 

- Í náttúrulaug

- Í bíl 

- Í kirkju 

- Í kirkjugarði 

- Í vinnunni 

- Inni á klósetti 

- Í bíó 

- Úti á svölum

- Úti í glugga

Staðirnir sem komu okkur mest á óvart!

- Uppi á borði í matsal Wow Air 

- Inni í gömlum líkbíl 

- Fyrir utan kjúklingasláturhús

- Í betri stofunni í Laugum 

- Í ljósabekk

- Í IKEA

- Í flugvél 

- Í dómarasætinu á skrifstofu sýslumanns 

- Inni í pylsuvagni

- Á sviði eða baksviðs 

- Á tröppunum fyrir utan ráðhúsið

- Í stólnum á hárgreiðslustofu eftir lokun 

- Á ullarþvottastöð

Okkur fannst þetta svo skemmtilegt umræðuefni að við tókum upp Podcast þátt þar sem við ræddum niðurstöðurnar.
Afhverju finnst fólki svona spennandi að stunda kynlíf á almenningsstöðum?
Það er vissulega mikil spenna sem fylgir því.
Mun einhver koma að ykkur?
Getur einhver séð ykkur?
Er jafnvel einhver að horfa?
Þannig að óvissan er klárlega stór factor í þessu en annað sem spilar stórt hlutverk í þessu er líka hvað þetta er mikið tabú. Það er mikil óþekkt í þessu. Þú ert að brjóta einhverjar reglur.
Munt þú komast upp með það?
Það er sjálfsagt að hafa í huga að mörgum getur þótt óþægilegt að sjá annað fólk stunda kynlíf, gleymum ekki að sýna öðrum kurteisi og tillitsemi, virðum mörk og reynum að særa ekki blygðunarkennd annara. Ef þú kýst að stunda kynlíf úti í náttúrunni, biðjum við ykkur um að hafa það í huga, að skilja við svæðið sem dvalið er á, eins og komið var að því, ef ekki í betra ástandi.
Vinsamlegast skiljið því ekki eftir notaða smokka, eða annað sem flokkast sem rusl.
Því við viljum ekki aðeins sýna öðru fólki tillitsemi, heldur einnig náttúrunni og móður jörðu
Góða skemmtun!

*Losta Podcastið finnur þú á öllum helstu veitum.