áramóta glow up
Share
Í tilefni þess að nýja árið er gengið í garð og margir strengja áramótaheit tókum við saman smá basic glow up tips lista til að veita ykkur smá innblástur! Það er svo gott að setja sér markmið, dreyma stórt og hafa skemmtilegar áskoranir til að takast á við.
Það er alltaf góð hugmynd að rýna aðeins í það hvað er virkilega að þjóna okkur í lífinu og hvað fer áfram með okkur inn í nýja árið - hvað viljum skilja eftir? Hverju er kominn tími á að sleppa tökunum?
Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir þig fyrir alvöru glow up á nýju ári.
- að lykta vel!
svoo mikið hax! Ilmvatn hefur áhrif á líðan með því að tengjast beint við tilfinningamiðstöð heilans (limbíska kerfið), sem vekur upp minningar, eykur sjálfstraust, bætir skap og hefur jafnvel áhrif á losun taugaboðefna (dópamíns, serótóníns), sem gerir þig hamingjusaman, rólegan eða orkumeiri. Þess vegna geta ilmvötn, bæði með og án ferómóna vakið upp kynlöngun og löngun í nánd.
Góður ilmur sem fer manni vel er svo mikil lúxus upplifun. Aðlaðandi ilmur setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að líða vel, bera sig vel og
vera soldið "put together".
Svo við mælum með að finna gæða ilmvatn sem gerir allt þetta og meira fyrir þig.
Langbest er ef ilmvatnið er toxic free, vegan, crueltry free eins og ilmirnir sem fást hjá okkur.
- fake fullnægingar!
er eitthvað sem allir ættu að hafa sagt skilið við fyrir löngu. En ef ekki, þá er ekki seinna vænna. Kynlíf á ekki að vera leiksýning. Einblínum á unaðinn. Ekki hvað lítur vel út eða hljómar vel. Slepptu tökunum og leyfðu unaðinum að vera við völd. Kynlíf á að stýrast af því hvað er gott, og að njóta þess. Ekki pæla í því eða hafa áhyggjur af því hvernig þú eða líkaminn þinn lítur út í vissum stellingum. Just do what feels good! Flóknara er það ekki. Að sjálfsögðu getur þetta krafist æfinga ef þetta er ný nálgun. En klárlega þess virði að skilja við þann ósið að gera sér upp fullnægingar.
- Alvöru glow upi er náð þegar húðin okkar ljómar!
Til þess þurfum við að vökva líkamann vel, drekka nóg af vatni, söltum & steinefnum og ekki síst að vökva húðina.
Recreation húðvörurnar; Vibrant Skin & Supergreens Radiance Rescue Serum eru einstakar þegar kemur að gæðum og hversu áhrifaríkar þær eru. Þær næra húðina, veita djúpan raka sem endist með andoxunarefnum og gefa húðinni fyllingu, "plump" og draga úr fínum línum, lita ójöfnum og örum. Ekki annað hægt en að mæla með þessum vörum fyrir góða húð rútína og alvöru andlits glow up!
- að njóta hvers augnabliks!
Það gerir lífið skemmtilegra að vera í núinu. Gerum hversdagsleikinn sérstakann, því hann er það! Hversdagsleikinn ER LÍFIÐ! Gerum minna af því að lifa af vikuna til njóta helgarinnar og njótum hverrar stundar. Ekki spara fína kjólinn, dýra ilmvatnið og spari stellið fyrir "sérstakt tilefni". Allir dagar eru sérstakir. Geymum ekki allt þar til seinna. Gerum. Lifum. Verum og njótum.
- betri fótaumhirða 2026!
Fætur okkar eiga það besta skilið. Fætur okkar eru undirstaðan í svo mörgu - fæturnir eru það sem ber okkur, heldur okkur uppi og labba, hlaupa með okkur hingað og þangað. Fætur okkar eiga það besta skilið. Það er líka svo frelsandi að geta rifið sig úr sokkunum án þess að vera meðvitaður um "crusty", þurra hæla. Hvort sem þú vilt njóta þess að vera oftar berfætt, vera í fallegum, opnum skóm, klæðast sokkabuxum, þiggja fótanudd... þá er það betra með silkimjúka fætur. Gefðu þér og fótum þínum ást og umhyggju með vörunum frá GLOWXIE.
Með einfaldri rútínu getur þú fjarlægt þurra húð, endurnært og mýkt fætur í þægindum að heiman.
- sjálfsást & skilningur
Skömm er stór partur af kynlífi og kynhegðun hjá mörgum. Skömmin er óþörf. Við eigum rétt á að upplifa unað, stunda gott og heilbrigt kynlíf og njóta þess. Skömmin þrífst í þögninni. Þess vegna er mikilvægt að vernjugera umræður um unað, kynlíf, þarfir, langanir og mörk.
- finna, upplifa, njóta betur
Förum úr hausnum og inn í líkamann. Skynjum hverja snertingu og njótum hennar. Njótum þess að upplifa kynlíf frá byrju til enda. Gleymum því að setja pressuna á fullnæginguna og njótum ferðalagsins. Konur eiga oft erfiðara með að slökkva á hausnum.
Clitoral Arousal Serumer algjör game changer fyrir þær sem eiga erfitt með að vera í núinu í kynlífi. Serumið dregur áreynslulaust alla athygli að snípnum. Serumið örvar strax alla taugaenda og eykur blóðflæðið svo þú finnur smá hita myndast og löngunin eftir snertingu verður sterkari og sterkari.
- dagbókar skrif & innri ró
Að skrifa niður hugsanir, tilfinningar, dagdrauma og fleira hjálpar okkur að skilja ýmislegt betur. Við fáum aðra sýn á hlutina. Meiri dýpt og betri skilning. Að halda dagbók er einnig frábært tól í að halda skipulagi á ýmsum hversdags hlutum; to-do listar, innkaupalistar og minnispunktar, en þetta heldur ekki síður skipulagi á hausnum, hugsunum og andlegu hliðinni. Prófaðu að skrifa hversdags hugsanir þínar niður í dagbók á hverju kvöldi í 30 daga.
- mýkt, þægindi = meiri unaður
Þurrkur og óþægindi heyra sögunni til! Eða það ætti amk. að vera þannig að okkar mati.
Hendum burt öllum gömlu mýtum um að sleipiefni sé bara fyrir "eldra fólkið".
Við lofum því að sleipiefni gerir allllt svo miklu betra, sleipara og þægilegra.
Ef þú hefur ekki enn prufað Bodygliss Diamond Sleipiefnið þá ættir þú að bæta því á listann fyrir 2026! Undra formúla sem er mjúk, létt og má nota með öllum tækjum og hentar vel í allt kynlíf.
Njotið!
- veljum af meðvitund
Skiljum eftir alla meðvirknis hegðun á liðnum árum og venjum okkur á að setja okkur sjálf í fyrsta sæti. Gefum okkur leyfi til að segja NEI ef okkur langar. Það að segja Já við alla aðra en okkur sjálf er úrelt hegðun.
Gleðilegt ár!