Hið fullkomna bóndadags stefnumót

Fylgjendur Losta á Instagram svara:

Hvernig lítur hið fullkomna bóndadags stefnumót út í þínum huga?

Bóndadagur nálgast nú óðfluga og þá er tilvalið að gera sér dagamun!
Einnig fannst okkur tilvalið að rifja upp og fræðast um hver uppruni þessa dags er.
Fyrsti dagur þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Átti þá húsfreyjan að halda vel til bónda síns. Mikil hefð var fyrir því að gefa bónda sínum blóm, en okkur hjá LOSTA finnst aðeins meira spennandi að gefa kynlífstæki!
Þorrinn hefst á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19.–25. janúar. Hann er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu og upphaflega miðaðist upphaf hans við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf.
Við spurðum fylgjendur okkar á Instagram hvernig þau sæju fyrir sér hið fullkomna bóndadags stefnumót. Svörin voru fjölbreytt og skemmtileg og geta lesendur vonandi nýtt sér eitthvað af þessum frábærum hugmyndum!
Hér birtum við brot af svörunum sem við fengum til okkar í gegn um Instagram:

~ Út að borða á huggulegum veitingastað og heim í eftirrétt sem við borðum af hvort öðru, helst.
~ Skíðaferð á Akureyri og gista á næs hóteli.
~ Að hún taki nakinn á móti mér þegar ég kem heim úr vinnunni með kaldann bjór á kantinum.
~ Fara út úr bænum í bústað eða flott hótel með heitum potti.
~ Henda börnum í pössun og eyða öllu kvöldinu upp í rúmi að prófa nýja hluti.
~ Sexý undirföt og fjarstýrt tæki sem hún er með í nærbuxunum og út að borða.
~ Bjóða nágrannakonunni í heimsókn að leika við okkur.
~ Samvera án truflana.
~ Spila saman, spjalla og hlæja fram á nótt.
~ Bara tvö undir teppi í sófanum að horfa á góða bíómynd og kúra saman.
~ Sveitt kynlíf, panta pizzu og drekka bjór.
~ Láta renna í bað fyrir hann, skrúbba og þvo honum, draga hann svo upp í rúm og gefa honum erótískt nudd með heitri olíu eða nuddkerti.
~ Matur, rauðvín, gott spjall, mikið knús mikið kelerí.
~ Fara saman á pöbbarölt og fara oft og mikið í sleik.
~ Rómantískur göngutúr við tjörnina og í kringum miðbæinn, fara svo heim að hlýja hvort öðru.

Það er augljóslega hægt að búa til gæðastund og fallegar minningar saman án þess að missa sig í peningayeðslu og munum að það eru litlu hlutirnir sem standa oftast upp úr.
Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins í ár?
Heldur þú almennt upp á bóndadaginn?
Við hvetjum öll til að fagna bændum í sínu lífi á einn eða annan hátt. Fögnum ástinni og fögnum lífinu.
Njótið.

*Við minnum á gjafaleik sem stendur nú yfir á instagram Losta í tilefni bóndadagsins.
Til mikils er að vinna í þessum leik svo við hvetjum öll til að taka þátt!

Vinningshafi mun vinna, hvorki meira né minna en:

♥ 30.ooo kr.- bóndadagspakka með lostafullum vörum frá Losta!
♥ Aðgangur fyrir tvo í Krauma náttúrulaugar!
♥ Gisting í 1 nótt fyrir 2 á Landhótel ásamt morgunverðar hlaðborði og aðgang að spa!

Gangi ykkur vel!