Kynlífs Bucket Listi

Við könnumst öll við svo kallaðan Bucket Lista, er það ekki?
Það er einfaldlega listi yfir hluti sem þú vilt áorka eða upplifa einhvern tímann á lífsleiðinni.
En hefur þú heyrt um Kynlífs Bucket lista? Hefur þú jafnvel gert slíkan lista? Afhverju ekki?
Við spurðum fylgjendur Losta á Instagram, 60% af þeim sem svöruðu sögðu JÁ! Auðvitað voru þau með kynlífs bucket lista, en 40% sögðu nei. Rúmlega 600 manns svöruðu spurningunni.
Í kjölfarið spurðum við svo fylgjendur okkar á Instagram hvort þau væru til í að deila með okkur hvað væri að finna á þeirra Kynlífs Bucket lista og fengum við ótrúlega mikið af skemmtilegum svörum sem við ætlum að deila með ykkur  hér.
Hópkynlíf
Áberandi var hversu margir eru með einhverskonar hópkynlíf á sínum lista, en margir ætla sér að stunda trekant, fjórkant, taka þátt í swingi og/eða kynlífspartýi, lyklapartýi einhverntímann á ævinni.
Að fara á kynlífsklúbb með maka var einnig vinsælt svar.
Að hafa áhorfendur á meðan að stundað er kynlíf.
Að vera áhorfandi; horfa á maka njóta sín með öðrum.
Að stunda kynlíf á óhefðbundum stöðum. (meðal annars var nefnt: skóla, kirkju, bíósali)
Mile High Club, eða að stunda kynlíf í háloftunum.
Að prófa að kynlíf með aðíla af sama kyni.
Hlutverkaleikir.
Valda leikir.
BDSM.
En það er ansi langur listi sem fellur undir BDSM flokkinn.
Sem dæmi má þá helst nefna:
Flengingar.
Kyrkingar.
Bindingar.

Út frá þessari umræðu komu upp pælingar með “Aldrei Lista”, hvað er hart nei þegar að kemur að kynlífi hjá fólki?
Langflest svörin sem bárust voru eins.
Fólk var áberandi sammála um að vilja aldrei taka þátt eða prófa neitt sem tengist þvagi eða saur í kynlífinu.
Þar á eftir kom anal kynlíf.


Hvort sem þú ert á lausu eða í sambandi mælum eindregið með að gera kynlífs bucket lista fyrir ÞIG sem einstakling, og svo sér lista fyrir sambandið. Hvað viljið þið prófa í kynlífinu saman sem par? Hvar liggja mörkin þín? Sama hvað er á þínum Bucket lista eða Aldrei lista getum við vonandi verið sammála um það að það er alltaf góð hugmynd að taka þetta spjall við maka eða leikfélaga um hluti sem þú ert heit/t/ur fyrir að prófa og hvaða hluti þú hefur ekki löngun í að sé partur af ykkar kynlífi.