Raðfullnægingar 101
Mörg okkar eru í skýjunum með eina, góða fullnægingu...og eðlilega!
Tvær, þrjár (eða fleiri!) geta þar af leiðandi hljómað eins og einhver óraunhæf fantasía.
En það þarf alls ekki að vera raunin. Raðfullnægingar eru raunveruleg upplifun sem fólk af öllum kynjum getur upplifað... tölum aðeins um þær.
Hvað er raðfullnæging?
Fullnægingar sem einstaklingur fær í sömu kynlífs- eða sjálfsfróunar lotunni, geta flokkast sem raðfullnægingar þegar þær eru tvær eða fleiri talsins. Þær geta átt sér stað með smá tíma á milli, eða komið hver á eftir annari eins og um bylgjur sé að ræða.
Almennt eru slíkar fullnægingar auðveldari fyrir píkur, þar sem tíminn sem þær þurfa til að jafna sig eftir fullnægingu (refractory period) er heilt yfir styttri.
Það breytir því hins vegar ekki að...
♥ Typpi geta alveg náð raðfullnægingum með réttri tækni.
♥ Sumar píkur eiga auðveldara með að ná raðfullnægingum en aðrar.
♥ Þetta er persónubundið því við erum jú jafn ólík og við erum mörg!
"Erum við ekki bara að tala um 'edging'?"
Nei, í rauninni er þetta þveröfug pæling.
Að edge-a er að örva sig eða leikfélaga fram að brún fullnægingarinnar, en stoppa áður en henni er náð. Slaka aðeins, endurtaka leikinn. Þar er markmiðið oftast að auka styrk og lengd fullnægingarinnar þegar henni er svo loks náð.
Með tilliti til "gæði vs. magn" þá mætti í raun kalla edging fullnægingu gæðamiðaða, en raðfullnægingar magnmiðaðar. Þó það sé síðan alls ekki algilt heldur.
"Ókei ókei, hvað erum við eiginlega að tala um margar fullnægingar?"
Eins og kemur fram að ofan þá þurfa fullnægingarnar í einni lotu aðeins að vera tvær svo hægt sé að tala um raðfullnægingar.
Hins vegar er mjög persónu- og aðstæðubundið hversu mörgum raðfullnægingum við getum náð.
Samkvæmt rannsóknum geta flestar píkur og mörg typpi náð allt að fimm raðfullnægingum (þó heimsmetið sé 140).
Munurinn á typpum og píkum í þessu samhengi er helst sá að skiljanlega flækir sáðlát málin, og typpi sem ná raðfullnægingum gera það helst með því að notast við aðra tegund af örvun (til dæmis blöðruhálskirtil) til að ná einni eða fleiri fullnægingum án sáðláts fyrst.
Þó fullnæging og sáðlát haldist oft í hendur hjá typpum, þá eru þau aðskilin ferli og því engin ástæða til að sáðlát þurfi að fylgja fullnægingu. Slík fullnæging kallast "dry orgasm" eða þurr fullnæging... þurrnæging?
"En þegar ég er búin(n)/ð að fá það... þá er ég oftast 'over it' og öll kynlöngun slokknar."
Þar erum við að tala um þetta "refractory period" eða slokknunartímabil, þar sem kynfærin jafna sig eftir fullnægingu. Fólk sem nær raðfullnægingum sem þó eru aðskildar frá hverri annari er hreinlega með stutt slokknunartímabil, meðan þau sem ná raðfullnægingum sem eru eins og toppar í stöðugri bylgju, eru að ná að fá nokkrar fullnægingar án þess að slokknun eigi sér stað á milli.
Það hversu langt og sterkt okkar slokknunartímabil er, fer eftir mörgum þáttum, þ.m.t:
♥ Heilsu
♥ Kynlöngun
♥ Matarræði/næringarvenjum
♥ Aldri
Slokknunartímabil sem varir í örfáar mínútur, og slokknunartímabil sem varir í nokkra daga, geta verið alveg jafn eðlileg, það fer eftir líkamanum okkar.
"Nóg af staðreyndum og spjalli, hvernig get ég öðlast þennann töframátt?"
Nokkur ráð til að auðvelda þér leiðina að raðfullnægingum:
1. Slakaðu vel á, þekktu þín eigin mörk og ef þú ætlar að ná raðfullnægingum með leikfélaga, vertu viss um að samskiptin séu opin og skýr. Það er ekkert sem heldur aftur af okkur hvað fullnægingu varðar eins og streita, stress og þreyta. Hvað þá ef við ætlum að reyna að næla okkur í fleiri en eina fullnægingu!
2. Ekki líta á raðfullnægingu sem eitthvað stórt markmið. Líttu á þetta sem unaðslega vegferð sem þú ert á með þér sjálfri/u(m). Æfing og tilraunastarfsemi í kynlífi eru alltaf líkleg til að skila sér til þín og leikfélaga í meiri nánd og betra kynlífi, sama hver fullnægingafjöldinn svo er.
Þetta sjónarmið tekur líka pressu af ferlinu, og eins og við minnumst á í punkti 1, þá er pressa akkúrat eitthvað sem mun halda þér frá raðfullnægingum.
3. Náðu valdi á önduninni. Djúp öndun hjálpar okkur að slaka á (sjá punkt 1) og getur breytt og stjórnað fullnægingum upp að vissu marki. Að samræma öndun þína og leikfélaga getur veitt dásamlega nánd, og að vanda þig við að anda rólega (en ekki ótt og títt eins og við erum gjörn á að gera!) þegar fullnæging skellur á getur framlengt hana og gert hana sterkari.
4. Kveiktu hægt og rólega á líkamanum. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup! Ef þú vilt auka líkur á raðfullnægingum, hitaðu t.d. upp með fantasíum, erótísku efni eða dirty talki. Að þessu leiti á gamla ofn-líkingin vel við... við viljum forhita, það þýðir ekkert að henda sér beint á grillstillinguna.
5. Þegar þú hefur náð einni fullnægingu, haltu áfram fyrir þá næstu. Ef þú varst að fá það með leggangaörvun eða fékkst sáðlát... getur þú líka prófað að skipta um aðferð.
Prófaðu að örva sníp eða endaþarm og sjáðu hvort það geti ekki fært þig nær þinni næstu fullnægingu.
6. Edging! Já, við vorum að tala um hvað edging og raðfullnægingar væru gjörólík fyrirbæri. Það þýðir hins vegar ekki að þau geti ekki unnið saman. Að æfa sig í stjórninni sem edging krefst hjálpar við að öðlast almennt betri stjórn á kynfærunum okkar, vöðvunum í kring, og þar af leiðandi fullnægingunum okkar.
7. Grindarbotnsæfingar! Styrktu vöðvana þína. Vöðvarnir í grindarbotninum gegna mjög mikilvægu hlutverki í fullnægingum, styrk þeirra og stjórn.
Grindarbotnskúlur líkt og þessar og þessar eru frábærar til að styrkja píkur.
Aðferð fyrir typpi að finna og efla sína vöðva er t.d. að spenna vöðvann meðan typpið er í reisn (láta typpið "skoppa") og æfa sig í þeirri stjórn þar til þú ert farin(n)/ð að geta spennt vöðvann einnig meðan typpið er lint. Þegar við erum komin með þessa stjórn getum við stýrt fullnægingunum okkar og m.a. framlengt þær eða jafnvel látið þær þróast yfir í aðra fullnægingu án þess að stoppa, bara með því að hlusta á líkamann okkar og spenna vöðvana rétt.
8. Ekki hætta allri örvun á slokknunartímabilinu. Mörg upplifa ofurnæmni eða doða rétt eftir fullnægingu, þannig að áframhaldandi snerting á kynfæri getur hreinlega verið óþægileg. En það þýðir ekki að við þurfum að vera algjörlega "hands-off". Leiktu við aðra líkamsparta og nýttu pásuna í að strjúka og gæla við önnur svæði líkamans. Þá höldum við frekar heilanum við efnið og minnum hann á að við erum hvergi nærri hætt!
9. Sleipiefni, leikföng og meira sleipiefni. Við höfum áður talað um kosti sleipiefna hér og hvernig þau eru ekki bara þarfaþing fyrir sum, heldur dásamleg viðbót fyrir allt kynlíf. Meira sleipiefni þýðir oft meiri unaður, og ef allt er blautt og sleipt getur það styrkt fullnægingarnar og með miklu sleipiefni eru einnig meiri líkur á að við þolum áframhaldandi snertingu í gegnum slokknunartímabilið okkar.
Alls konar leikföng geta líka auðveldað okkur að prófa alls konar mismunandi örvun (sjá punkt 5).
Þú getur t.d. prófað sníps-fullnægingu með sogtæki (t.d. þessu eða þessu), endaþarms-fullnægingu með Bums & Roses, kóngs-fullnægingu með hring eða opinni múffu eða tryllt blöðruhálskirtilinn og/eða spöngina með sveigðum titrara (t.d. þessum eða þessum).
Þá er okkur ekkert til fyrirstöðu! Endilega prófaðu þig áfram og komdu sjálfri/sjálfum/sjálfu þér á óvart!
Njóttu!
Tvær, þrjár (eða fleiri!) geta þar af leiðandi hljómað eins og einhver óraunhæf fantasía.
En það þarf alls ekki að vera raunin. Raðfullnægingar eru raunveruleg upplifun sem fólk af öllum kynjum getur upplifað... tölum aðeins um þær.
Hvað er raðfullnæging?
Fullnægingar sem einstaklingur fær í sömu kynlífs- eða sjálfsfróunar lotunni, geta flokkast sem raðfullnægingar þegar þær eru tvær eða fleiri talsins. Þær geta átt sér stað með smá tíma á milli, eða komið hver á eftir annari eins og um bylgjur sé að ræða.
Almennt eru slíkar fullnægingar auðveldari fyrir píkur, þar sem tíminn sem þær þurfa til að jafna sig eftir fullnægingu (refractory period) er heilt yfir styttri.
Það breytir því hins vegar ekki að...
♥ Typpi geta alveg náð raðfullnægingum með réttri tækni.
♥ Sumar píkur eiga auðveldara með að ná raðfullnægingum en aðrar.
♥ Þetta er persónubundið því við erum jú jafn ólík og við erum mörg!
"Erum við ekki bara að tala um 'edging'?"
Nei, í rauninni er þetta þveröfug pæling.
Að edge-a er að örva sig eða leikfélaga fram að brún fullnægingarinnar, en stoppa áður en henni er náð. Slaka aðeins, endurtaka leikinn. Þar er markmiðið oftast að auka styrk og lengd fullnægingarinnar þegar henni er svo loks náð.
Með tilliti til "gæði vs. magn" þá mætti í raun kalla edging fullnægingu gæðamiðaða, en raðfullnægingar magnmiðaðar. Þó það sé síðan alls ekki algilt heldur.
"Ókei ókei, hvað erum við eiginlega að tala um margar fullnægingar?"
Eins og kemur fram að ofan þá þurfa fullnægingarnar í einni lotu aðeins að vera tvær svo hægt sé að tala um raðfullnægingar.
Hins vegar er mjög persónu- og aðstæðubundið hversu mörgum raðfullnægingum við getum náð.
Samkvæmt rannsóknum geta flestar píkur og mörg typpi náð allt að fimm raðfullnægingum (þó heimsmetið sé 140).
Munurinn á typpum og píkum í þessu samhengi er helst sá að skiljanlega flækir sáðlát málin, og typpi sem ná raðfullnægingum gera það helst með því að notast við aðra tegund af örvun (til dæmis blöðruhálskirtil) til að ná einni eða fleiri fullnægingum án sáðláts fyrst.
Þó fullnæging og sáðlát haldist oft í hendur hjá typpum, þá eru þau aðskilin ferli og því engin ástæða til að sáðlát þurfi að fylgja fullnægingu. Slík fullnæging kallast "dry orgasm" eða þurr fullnæging... þurrnæging?
"En þegar ég er búin(n)/ð að fá það... þá er ég oftast 'over it' og öll kynlöngun slokknar."
Þar erum við að tala um þetta "refractory period" eða slokknunartímabil, þar sem kynfærin jafna sig eftir fullnægingu. Fólk sem nær raðfullnægingum sem þó eru aðskildar frá hverri annari er hreinlega með stutt slokknunartímabil, meðan þau sem ná raðfullnægingum sem eru eins og toppar í stöðugri bylgju, eru að ná að fá nokkrar fullnægingar án þess að slokknun eigi sér stað á milli.
Það hversu langt og sterkt okkar slokknunartímabil er, fer eftir mörgum þáttum, þ.m.t:
♥ Heilsu
♥ Kynlöngun
♥ Matarræði/næringarvenjum
♥ Aldri
Slokknunartímabil sem varir í örfáar mínútur, og slokknunartímabil sem varir í nokkra daga, geta verið alveg jafn eðlileg, það fer eftir líkamanum okkar.
"Nóg af staðreyndum og spjalli, hvernig get ég öðlast þennann töframátt?"
Nokkur ráð til að auðvelda þér leiðina að raðfullnægingum:
1. Slakaðu vel á, þekktu þín eigin mörk og ef þú ætlar að ná raðfullnægingum með leikfélaga, vertu viss um að samskiptin séu opin og skýr. Það er ekkert sem heldur aftur af okkur hvað fullnægingu varðar eins og streita, stress og þreyta. Hvað þá ef við ætlum að reyna að næla okkur í fleiri en eina fullnægingu!
2. Ekki líta á raðfullnægingu sem eitthvað stórt markmið. Líttu á þetta sem unaðslega vegferð sem þú ert á með þér sjálfri/u(m). Æfing og tilraunastarfsemi í kynlífi eru alltaf líkleg til að skila sér til þín og leikfélaga í meiri nánd og betra kynlífi, sama hver fullnægingafjöldinn svo er.
Þetta sjónarmið tekur líka pressu af ferlinu, og eins og við minnumst á í punkti 1, þá er pressa akkúrat eitthvað sem mun halda þér frá raðfullnægingum.
3. Náðu valdi á önduninni. Djúp öndun hjálpar okkur að slaka á (sjá punkt 1) og getur breytt og stjórnað fullnægingum upp að vissu marki. Að samræma öndun þína og leikfélaga getur veitt dásamlega nánd, og að vanda þig við að anda rólega (en ekki ótt og títt eins og við erum gjörn á að gera!) þegar fullnæging skellur á getur framlengt hana og gert hana sterkari.
4. Kveiktu hægt og rólega á líkamanum. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup! Ef þú vilt auka líkur á raðfullnægingum, hitaðu t.d. upp með fantasíum, erótísku efni eða dirty talki. Að þessu leiti á gamla ofn-líkingin vel við... við viljum forhita, það þýðir ekkert að henda sér beint á grillstillinguna.
5. Þegar þú hefur náð einni fullnægingu, haltu áfram fyrir þá næstu. Ef þú varst að fá það með leggangaörvun eða fékkst sáðlát... getur þú líka prófað að skipta um aðferð.
Prófaðu að örva sníp eða endaþarm og sjáðu hvort það geti ekki fært þig nær þinni næstu fullnægingu.
6. Edging! Já, við vorum að tala um hvað edging og raðfullnægingar væru gjörólík fyrirbæri. Það þýðir hins vegar ekki að þau geti ekki unnið saman. Að æfa sig í stjórninni sem edging krefst hjálpar við að öðlast almennt betri stjórn á kynfærunum okkar, vöðvunum í kring, og þar af leiðandi fullnægingunum okkar.
7. Grindarbotnsæfingar! Styrktu vöðvana þína. Vöðvarnir í grindarbotninum gegna mjög mikilvægu hlutverki í fullnægingum, styrk þeirra og stjórn.
Grindarbotnskúlur líkt og þessar og þessar eru frábærar til að styrkja píkur.
Aðferð fyrir typpi að finna og efla sína vöðva er t.d. að spenna vöðvann meðan typpið er í reisn (láta typpið "skoppa") og æfa sig í þeirri stjórn þar til þú ert farin(n)/ð að geta spennt vöðvann einnig meðan typpið er lint. Þegar við erum komin með þessa stjórn getum við stýrt fullnægingunum okkar og m.a. framlengt þær eða jafnvel látið þær þróast yfir í aðra fullnægingu án þess að stoppa, bara með því að hlusta á líkamann okkar og spenna vöðvana rétt.
8. Ekki hætta allri örvun á slokknunartímabilinu. Mörg upplifa ofurnæmni eða doða rétt eftir fullnægingu, þannig að áframhaldandi snerting á kynfæri getur hreinlega verið óþægileg. En það þýðir ekki að við þurfum að vera algjörlega "hands-off". Leiktu við aðra líkamsparta og nýttu pásuna í að strjúka og gæla við önnur svæði líkamans. Þá höldum við frekar heilanum við efnið og minnum hann á að við erum hvergi nærri hætt!
9. Sleipiefni, leikföng og meira sleipiefni. Við höfum áður talað um kosti sleipiefna hér og hvernig þau eru ekki bara þarfaþing fyrir sum, heldur dásamleg viðbót fyrir allt kynlíf. Meira sleipiefni þýðir oft meiri unaður, og ef allt er blautt og sleipt getur það styrkt fullnægingarnar og með miklu sleipiefni eru einnig meiri líkur á að við þolum áframhaldandi snertingu í gegnum slokknunartímabilið okkar.
Alls konar leikföng geta líka auðveldað okkur að prófa alls konar mismunandi örvun (sjá punkt 5).
Þú getur t.d. prófað sníps-fullnægingu með sogtæki (t.d. þessu eða þessu), endaþarms-fullnægingu með Bums & Roses, kóngs-fullnægingu með hring eða opinni múffu eða tryllt blöðruhálskirtilinn og/eða spöngina með sveigðum titrara (t.d. þessum eða þessum).
Þá er okkur ekkert til fyrirstöðu! Endilega prófaðu þig áfram og komdu sjálfri/sjálfum/sjálfu þér á óvart!
Njóttu!