Lífið er kynlíf– handbók kynfræðings um langtímasambönd
Höf. Áslaug Kristjánsdóttir
Mikilvægi góðs kynlífs í ástarsamböndum er óumdeilt. Erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leiti eru farsæl og hamingjurík.
Þessir erfiðleikar stafa hins vegar alltof oft af þekkingarleysi. Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag. Því miður er þessi þekking ekki á allra vitorði. Óraunhæfar hugmyndir um kynlíf og kynhegðun fá mikið vægi í samfélaginu á kostnað traustra aðferða við að bæta kynlífið.
Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur hefur áralanga reynslu af meðferð para sem steytt hafa á skeri á þessu mikilvæga sviði lífsins. Hér fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera kynlífið ekki bara bærilegt, heldur frábært. Hamlandi viðhorf eru endurskoðuð, pörum kenndar leiðir til að kveikja kynlöngunina og þeim leiðbeint til að auka vellíðan og styrkja sambandið. Lífið er kynlíf er handbók sem öll pör þurfa að eiga og lesa aftur og aftur.
♥ 248bls
Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af afhendingarleiðum.
Frí heimsending ef verslað er yfir 14.000 kr